Útboð

20642 - RS - Byggingatimbur


Ríkiskaup, kt. 660169-4749, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum ríkisins á hverjum tíma, standa að þessum rammasamningi um kaup á byggingatimbri. Markmið útboðsins er að veita áskrifendum möguleika á kaupum á byggingatimbri á hagstæðu verði, að uppfylltum lágmarkskröfum og hæfi bjóðanda.

Rammasamningurinn nær til kaupa á byggingartimbri. Nær rammasamningur þessi yfir eftirfarandi vörur: Burðarviður, heflað og óheflað timbur, gagnvarið og ógagnvarið, smíðaviður, grindarefni, harðviður, pallaefni, panel- og vatnsklæðningar, gólfborð, spænir og sperruefni og aðrar sambærilegar vörur.

Samhliða rammasamningsútboði þessu mun Ríkiskaup gera rammasamning þar sem boðin verða út einstök vörukaup á byggingartimbri [undir 300.000 kr.] Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan hvers almanaksmánaðar. Nær rammasamningur þessi eingöngu til kaupa á byggingatimbri þar sem einstök vörukaup eru [ yfir 300.000 kr.].

Einstök innkaup á byggingartimbri sem eru [undir 300.000 kr.] falla því ekki undir rammasamning þennan. 


Titill

  • Opnunarfundur: 9.11.2017, 14:00
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:31.10.2017
  • Svarfrestur: 3.11.2017
  • Samið við: BAUHAUS slhf. Byko ehf. Húsasmiðjan ehf. Sögin ehf