Útboð

20611 - Ræsting, 3 Kjarnar fyrir LSH

14.08.2017: Fyrirspurn og svar nr. 5 hefur nú verið birt í skjalinu "20611_Fyrirspurnir og svör_14082017.pdf" hér á síðunni.

4.08.2017: Hér á síðunni hafa nú verið birtar fyrirspurnir og svör nr. 1-4 í skjalinu "20611_Fyrirspurnir og svör_4082017.pdf" auk nýrrar og lagfærðrar tíðnitöflu og teikninga.

24.07.2017: Efni kynningarfundar er nú aðgengilegt í skjalinu "kynning á utboði 3 Kjarnar útboð 20611, 24.07.2017_2" hér á síðunni og verður hér með hluti útboðsgagna.

Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala (LSH, kt: 500300-2130), stendur fyrir þjónustuútboði vegna ræstinga í samræmi við staðlana: INSTA 800 og DS 2451-10, og hreingerningu á húsnæði Landspítala í þremur kjörnum, þ.e. Skrifstofuhúsnæði, Rannsóknarstofum og húsnæði LSH í Kópavogi. Nettó stærð húsanna sem á að ræsta er í heildina ca. 20.226 m2

Skrifstofuhúsnæðiskjarninn, kallaður Kjarni 1, hér eftir, er að flatarmáli samtals um 10.441 m2, og eru skrifstofur dreifðar víða eða á lóð LSH við Hringbraut, Hvítabandið við Skólavörðustíg og á; Tunguhálsi 2, Vesturhlíð 60, Reynimel 55 og Laugarásvegi 71. Til viðbótar þessu er ræsting á íbúðum á vegum Krabbameinsfélagsins á Rauðarárstig 33, alls 8 íbúðir að heildarflatarmáli 533 m2. Á tilboðsblaði er óksað eftir verðum í hvert skipti sem farið er í íbúð og hún ræst, en það er óregluleg vinna.

Rannsóknarstofukjarninn, kallaður, Kjarni 2, hér eftir, er að flatarmáli samtals um 7.178 m2, og eru rannsóknarstofur staðsettar á lóð LSH við Hringbraut, í Ármúla 1a og í Blóðbanka við Snorrabraut 60.

Húsnæði LSH í Kópavogi,  kallaður, Kjarni 3, hér eftir, er að flatarmáli samtals um 2.607 m2 og er þar um að ræða líknardeild, heimahlynningu, dagdeild, Rjóðrið og skrifstofubyggingu. 

Útboðsgögn verða gerð aðgengileg þriðjudaginn 18. Júlí á vef Ríkiskaupa


Titill

  • Opnunarfundur: 24.8.2017, 10:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:15.8.2017
  • Svarfrestur: 18.8.2017
  • Samið við: Sólar ehf.