Útboð

20604 - Flugbrautaryksuga fyrir KEF

Ríkiskaup fyrir hönd Isavia óska eftir tilboðum í kaup á einni (1) nýrri ónotaðari Flugbrautaryksugu sem er byggð upp sem slík frá grunni, til afhendingar fyrir 1. desember 2017.  Kaupandi skal hafa valkvæðan kauprétt á tveimur (2) nýjum ónotuðum flugbrautaryksugum af sömu tegund og gerð, til viðbótar og til afhendingar í síðasta lagi 31. desember 2021, með 6 mánaða afhendingarfresti.

Isavia ohf., kt. 550210-0370, er opinbert hlutafélag sem annast rekstur, viðhald og uppbyggingu áætlunarflugvalla og lendingarstaða á Íslandi. Auk þess veitir félagið flugleiðsöguþjónustu í innanlandsflugi og alþjóðaflugi yfir norðanverðu Norður-Atlantshafi.  

 Breytingar/fyrirspurnir á útboðstíma:
28.07.2017 - Bjóðendur athugið fyrirspurnir og svör nr. 2-7 og breytingu 1a, b og c í skjalinu „20604_Vidauki_2_28072017.pdf" hér á síðunni. Það er hér með hluti útboðsgagna.   


Titill

  • Opnunarfundur: 9.8.2017, 11:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:31.7.2017
  • Svarfrestur: 3.8.2017
  • Samið við: Aflvélar ehf.