Útboð

20601 - Húsnæði til leigu - Menntamálastofnun

Menntamálastofnun auglýsir til leigu um 470 m² lagerhúsnæði í Víkurhvarfi 3 í Kópavogi. Húsnæðið er í sama húsnæði og Menntamálastofnun er til húsa með tveimur innkeyrsludyrum vinstra meginn við húsið. Eftirfarandi upplýsingar eru um húsnæðið og kröfur sem gerðar eru til væntanlegs leigjanda:

 1. Gólfflötur er 448,9 m².
 2. Lofthæð er 5,07 m².
 3. Tvær innkeyrsludyr eru á húsnæðinu, önnur er með rafdrifinni opnun.
 4. Húsnæðið er gluggalaust.
 5. Húsnæðið er fyrst og fremst hugsað sem lagerhúsnæði.
 6. Mikilvægt er að starfsemi væntanlegs leigutaka valdi sem minnstri röskun á annarri starfsemi í húsnæðinu og utandyra sé umgengni snyrtileg.
 7. Innifalið í leiguverði er rafmagn og hiti.
 8. Leigutaki greiðir fyrir snjómokstur samkvæmt nánar samkomulagi við leigusala.
 9. Góð lýsing er í húsnæðinu og það hitað upp með hitablásurum.
 10. Húsnæðinu fylgja brettahillur, alls um 333 lengdarmetrar.
 11. Umferð að og frá húsnæðinu er greið.

Leigutími húsnæðisins er samkomulag en að hámarki 11 eða 12 ár eða dagsetning síðasta mögulega leigudags.

Húsnæðið er til sýnis í samráði við leigusala í síma 514 7500 á skrifstofutíma.

Húsnæðið verður til afhendingar eigi síðar en 1. september 2017 eða samkvæmt nánara samkomulagi milli aðila.

Áhugasamir skulu skila inn til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir kl. 12:00, fimmtudaginn 16. ágúst 2017. Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur á tilboðum heldur þeim eingöngu veitt viðtaka. Tilboðseyðublað má finna á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is

Merkt : 20601 – Menntamálastofnun – lagerhúsnæði til leigu


Titill

 • Opnunarfundur: 16.8.2017, 12:00
 • Staða: á tilboðstíma
 • Fyrirspurnarfrestur:15.8.2017
 • Svarfrestur: 15.8.2017
 • Samið við: