Útboð

20596 - HÍF - Hús íslenskra fræða - húsbygging

 

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd  mennta- og menningarmálaráðuneytis óskar eftir tilboðum í verkið „Hús íslenskra fræða – Hús og lóð“, Arngrímsgötu 5, Reykjavík.

Hús íslenskra fræða verður á þremur hæðum auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan- og vestanmegin við húsið. Byggingin er sporöskjulaga og er formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp. Helstu stærðir eru:

Lóð: um 6.502 m²

Stærð byggingar /birt flatarmál, án bílakjallara: um 6.477 m²

Byggingarmagn ofanjarðar: um 5.038 m²

Stærð bílakjallara: um 2.230 m²

Brúttó rúmmál: um 28.548 m³

Verkefnið er unnið samkvæmt BIM og stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM.

Verkinu skal vera að fullu lokið í febrúar 2022.

Útboðsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa frá og með fimmtudeginum 8. nóvember  2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum,  fimmtudaginn 24.  janúar 2019  kl.  11:00  að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Titill

  • Opnunarfundur: 24.1.2019, 11:00
  • Staða: á tilboðstíma
  • Fyrirspurnarfrestur:15.1.2019
  • Svarfrestur: 18.1.2019
  • Samið við: