Útboð

20576 - Vörubifreiðar fyrir Íslandspóst

12.07.2017: Bjóðendur vinsamlega athugið breytingu 1 í skjalinu "20576_Vidauki_2_12072017" sem finna má hér á síðunni.

11.07.2017: Bjóðendur vinsamlega athugið að fyrirspurnir og svör nr. 1-2 hafa nú verið birt í skjalinu "20576_Vidauki_1_10072017.pdf" sem finna má hér á síðunni.

Ríkiskaup, fyrir hönd Íslandspósts óska eftir tilboðum í fimm nýjar vörubifreiðar. Um er að ræða þrjár 18 tonna vörubifreiðar með svefnhúsi með háu þaki og 8 metra vörukassa og lyftu (flokkur A) auk tveggja 10 tonna vörubifreiða með einföldu húsi og 7 metra vörukassa og lyftu (flokkur B).

Samið verður við einn eða tvo aðila um viðskipti þessi, þ.e. einn í flokki A og einn í flokki B EÐA við einn aðila um báða flokkana.

Nánari upplýsingar má finna í útboðslýsingu sem aðgengileg er á vef Ríkiskaupa.

 


Titill

  • Opnunarfundur: 20.7.2017, 10:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:11.7.2017
  • Svarfrestur: 14.7.2017
  • Samið við: Kraftur hf