Útboð

20565 - Ljósleiðaratenging í Grímsnes- og Grafningshreppi

27.06.2017: Bjóðendur athugið! Svör við fyrirspurnum eru í skjali er nefnist "20565_Fyrirspurnir_og_Svör_27.06.2017.pdf" hér á síðunni.
Ríkiskaup, fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps standa fyrir útboði vegna ljósleiðaratengingar í Grímsnes- og Grafningshreppi eins og nánar er lýst í útboðsgögnum. Grímsnes- og Grafningshreppur áformar að gera samning við hæfan bjóðanda (seljanda) sem á hagkvæmasta gilda tilboðið um að hanna, byggja, reka og mögulega eiga ljósleiðarastreng ásamt því sem honum tilheyrir, sem ætlaður er til að koma á ljósleiðaratengingu í sveitarfélaginu með eftirfarandi fyrirkomulagi:

A: Tilboðsgjafi hannar og leggur ljósleiðarakerfi, sveitarfélagið kostar, á og rekur kerfið.

EÐA

B: Tilboðsgjafi hannar og leggur ljósleiðarakerfi, tilboðsgjafi á og rekur kerfið og tekur þátt í stofnkostnaði í samvinnu við sveitarfélagið.


Titill

  • Opnunarfundur: 26.7.2017, 10:00
  • Staða: á tilboðstíma
  • Fyrirspurnarfrestur:17.7.2017
  • Svarfrestur: 20.7.2017
  • Samið við: