Útboð

20562 - RS Eldsneyti og olíur fyrir ökutæki og vélar

12.01.2018 Nýr viðauki með fyrirspurnum og svörum er birtur á vef, Viðauki 20562 Fyrirspurnir og svör.pdf

05.01.2018 Ákveðið hefur verið að fresta opnun tilboða í rammasamningsútboði nr. 20562 „RS Eldsneyti og olíur fyrir ökutæki og vélar" um 8 daga eða til fimmtudags 18. janúar kl. 14:00. Fyrirspurnarfrestur framlengist til 9. janúar og svarfrestur til 12. janúar. Sjá skjal "Viðauki_20562_fyrirspurnir og svör.pdf."

 

Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum á samningstíma standa fyrir þessu útboði vegna innkaupa á eldsneyti  fyrir ökutæki og vélar.

Markmið útboðsins er að veita áskrifendum rammasamninga ríksins bestu verð og þjónustu í eldsneyti  fyrir ökutæki og vélar. Kaupum samkvæmt útboðinu er skipt í fimm eftirfarandi flokka:

I.    Eldsneyti í þjónustukaupum á afgreiðslustöðvum

a)  Bensín,           b)  Díselolía,      c)  Vélaolía

II.  Eldsneyti í sjálfafgreiðslukaupum á afgreiðslustöðvum

  1. Bensín,         b)  Díselolía,      c)  Vélaolía

III. Eldsneyti á geymslutanka hjá kaupendum

  1. Díselolía,     b) Vélaolía

IV. Annað eldsneyti fyrir ökutæki og vélar

s.s. metangas, metanól, lífdísil (biodisel), vetni

V. Almennar  rekstrarvörur fyrir ökutæki og vélar

s.s. smurolíur, frostlögur, rúðuvökvi, bón, tvistur o.fl.

Heimilt er að bjóða í einstaka flokka útboðsins.

 

Nánari lýsing í útboðsgögnum.   


Titill

  • Opnunarfundur: 18.1.2018, 14:00
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:9.1.2018
  • Svarfrestur: 12.1.2018
  • Samið við: N1 hf. Olíuverslun Íslands hf. Skeljungur hf.