Útboð

20359 - Ráðgjöf vegna sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu Lindarhvols ehf.

Ráðgjöf vegna sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu Lindarhvols ehf.

Óskað eftir tilboðum frá fyrirtækjum sem hafa leyfi til kauphallarviðskipta um að hafa milligöngu við sölu allra skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins. 

Um er að ræða eftirfarandi eignir:

 • Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (SJOVA)
 • Reitir fasteignafélag hf. (REITIR)
 • Síminn hf. (SIMINN)
 • Eimskipafélag Íslands hf. (EIM)

Viðmið við tilboð milligönguaðila, sem skulu vera að hámarki 4 blaðsíður, eru eftirfarandi:

 • Reynsla af sölu á eignarhlutum í sambærilegum skráðum hlutafélögum.
 • Milligönguaðili skal uppfylla skilyrði þess að hafa leyfi til kauphallarviðskipta og falla undir skilgreiningu á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
 • Ábyrgð gagnvart samfélaginu og árverkni gagnvart mögulegum hagsmunaárekstrum
 • Hagkvæmustu kjör.

Lindarhvoll ehf. áskilur sér rétt til að ráða ekki milligönguaðila þrátt fyrir tilboð. 

Fyrirhugað tilboðsferli fellur undir undantekningarákvæði laga nr. 84/2007 um opinber innkaup og er því ekki útboðskylt.

Ríkiskaup sjá um samskipti vegna fyrirhugaðs tilboðsferlis og skulu áhugasamir aðilar beina öllum samskiptum til Ríkiskaupa.

Skulu yfirlýsingar hafa borist á netfangið utbod@rikiskaup.is  fyrir kl. 16:00 mánudaginn 20. júní 2016 merkt  20359 Ráðgjöf vegna sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu Lindarhvols ehf. 


Titill

 • Opnunarfundur: 20.6.2016, 16:00
 • Staða: lokið
 • Fyrirspurnarfrestur:15.6.2016
 • Svarfrestur: 16.6.2016
 • Samið við: