Útboð

20344 - RS Túlka- og þýðingaþjónusta

Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma, standa fyrir útboði á túlka- og þýðingaþjónustu. Heimilt er að bjóða í einstaka hluta (þjónustuflokka) útboðsins.

Þörf hins opinbera fyrir túlkun og þýðingar hefur aukist mjög á undanförnum árum af ýmsum ástæðum.  Í vissum kringumstæðum er um að ræða lögboðinn rétt borgaranna til túlkunar, en í vaxandi mæli er um að ræða frumkvæði hins opinbera til að gera margvíslegar upplýsingar aðgengilegar á fleiri tungumálum.

Bjóðendur geta boðið í einn eða fleiri þjónustuflokka í þessu útboði, sem eru svohljóðandi:

A.           Almenn þýðingaþjónusta
B.           Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda
C.           Almenn túlkaþjónusta
D.           Þjónusta löggiltra dómtúlka.
E.           Rafræn túlkaveita

Gert er ráð fyrir því að samið verði við fleiri en einn aðila í hverjum flokki. Táknmálstúlkun fellur utan útboðs þessa sem og þýðingar sjónvarpsefnis fyrir RÚV ohf.


Titill

  • Opnunarfundur: 8.11.2018, 11:00
  • Staða: úrvinnsla tilboða
  • Fyrirspurnarfrestur:30.10.2018
  • Svarfrestur: 2.11.2018
  • Samið við: