Útboð

20344 - RS Túlka- og þýðingaþjónusta

Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma, standa fyrir útboði á túlka- og þýðingaþjónustu. Heimilt er að bjóða í einstaka hluta (þjónustuflokka) útboðsins.

Þörf hins opinbera fyrir túlkun og þýðingar hefur aukist mjög á undanförnum árum af ýmsum ástæðum.  Í vissum kringumstæðum er um að ræða lögboðinn rétt borgaranna til túlkunar, en í vaxandi mæli er um að ræða frumkvæði hins opinbera til að gera margvíslegar upplýsingar aðgengilegar á fleiri tungumálum.

Bjóðendur geta boðið í einn eða fleiri þjónustuflokka í þessu útboði, sem eru svohljóðandi:

A.           Almenn þýðingaþjónusta
B.           Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda
C.           Almenn túlkaþjónusta
D.           Þjónusta löggiltra dómtúlka.
E.           Rafræn túlkaveita

Gert er ráð fyrir því að samið verði við fleiri en einn aðila í hverjum flokki. Táknmálstúlkun fellur utan útboðs þessa sem og þýðingar sjónvarpsefnis fyrir RÚV ohf.


Titill

  • Opnunarfundur: 8.11.2018, 11:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:30.10.2018
  • Svarfrestur: 2.11.2018
  • Samið við: Alhliða Túlka og þýðingasto ehf ÁSAR - þýðingar og túlkun slf. Björn Matthíasson Efnavernd ehf Elzbieta Krystyna Elíasson Fayrouz Nouh Jafnréttishús ehf Kabul ehf. Language Line Ltd Ling túlkaþjónusta ehf. Orðastaður ehf Polanska slf. Rit ehf Skjal þjónusta ehf. Skopos ehf Spænsk-íslenska, þýðingar ehf. Túlka- og þýðingamiðst Ísl ehf. Túlkaþjónustan slf