Útboð

20340 - Ráðning á ráðgjafa við sölumeðferð á Lyfju hf. fyrir Lindarhvol ehf.

Lindarhvoll ehf. áætlar að ráða fjármála- og söluráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölumeðferðar á eignarhlut í Lyfju hf.  

Viðmið og skilyrði við ráðningu ráðgjafa verði eftirfarandi:

 • Reynsla af sölu á eignarhlutum og almennum útboðum í sambærilegum fyrirtækjum.
 • Ráðgjafi skal uppfylla skilyrði þess að teljast fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
 • Ábyrgð gagnvart samfélaginu og árverkni gagnvart mögulegum hagsmunaárekstrum.
 • Hagkvæmustu kjör.

Í yfirlýsingu aðila, sem skal að vera hámarki 4 blaðsíður, skal eftirfarandi koma fram:

 • Upplýsingar um nafn ráðgjafa, heimilisfang, símanúmer, netföng ásamt upplýsingum um tengilið.
 • Upplýsingar um hæfni og reynslu ráðgjafa eins og kom fram í viðmiðum við ráðningu hér á undan.
 • Stutt ferilsskrá lykilstarfsmanna sem munu leiða verkefnið.
 • Staðfesting á viðeigandi starfsleyfum ráðgjafa.
 • Samþykki um að birta yfirlýsingu með opinberum hætti.
 • Önnur atriði sem mögulegur ráðgjafi telur mikilvægt að koma á framfæri.

Lindarhvoll ehf. áskilur sér rétt til þess að ráða ekki fjármála- og söluráðgjafa þrátt fyrir yfirlýsingar um áhuga.
Fyrirliggjandi ráðningarferli á fjármála- og söluráðgjafa fellur undir undantekningarákvæði laga nr. 84/2007 um opinber innkaup og er því ekki útboðskylt.

Ríkiskaup sjá um samskipti og verkstjórn vegna fyrirhugaðs ráðningarferlis, þar með talið taka á móti yfirlýsingum um áhuga og fyrirspurnum. Skulu áhugasamir aðilar beina öllum samskiptum til Ríkiskaupa.

Skulu yfirlýsingar hafa borist á netfangið utbod@rikiskaup.is  fyrir kl. 16:00 mánudaginn 20. júní 2016 merkt  20340 Ráðning á ráðgjafa við sölumeðferð á Lyfju hf. fyrir Lindarhvol ehf.


Titill

 • Opnunarfundur: 20.6.2016, 16:00
 • Staða: lokið
 • Fyrirspurnarfrestur:15.6.2016
 • Svarfrestur: 16.6.2016
 • Samið við: