Útboð

15768 - Mat á áhrifum raforkusæstrengs

23.03.2015: Breyting nr. 5 er nú aðgengileg í skjalinu "15768_fyrirspurnir_svor_23032015.pdf". Eru bjóðendur beðnir um að senda tilboð sinn inn með nýju tilboðshefti "15768_TILBODSHEFTI_NYTT".

18.03.2015: Fyrirspurn og svar nr. 18 eru nú aðgengileg í skjalinu "15768_fyrirspurnir_svor_18032015.pdf" hér á síðunni.

17.03.2015: Fyrirspurnir og svör nr.15-17 ásamt breytingu nr. 4 eru nú aðgengileg í skjalinu "15768_fyrirspurnir_svor_16032015.pdf" hér á síðunni.

12.03.2015: Fyrirspurnir og svör nr. 4-14 ásamt breytingu nr. 3 eru nú aðgengileg í skjalinu "15768_fyrirspurnir_svor_12032015.pdf" hér á síðunni.

11.03.2015: Fyrirspurnir og svar nr. 3 ásamt breytingu nr. 2 eru nú aðgengileg í skjalinu "15768_fyrirspurnir_svor_11032015(I).pdf" hér á síðunni.

BJÓÐENDUR ATHUGIÐ!

Opnunartíma tilboða og frestum hefur verið breytt, sjá "15768_fyrirspurnir_svor_11032015(I).pdf"

10.03.2015: Fyrirspurnir og svör nr. 1 og 2 ásamt breytingu nr. 1 eru nú aðgengileg í skjalinu "15768_fyrirspurnir_svor_10.03.2015.pdf" hér á síðunni

2.03.2015: Útboðsgögn eru nú aðgengileg hér á síðunni.

Ríkiskaup, fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins óska eftir tilboðum í kaup á ítarlegri þjóðhagslegri kostnaðar- og ábatagreiningu á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag samkvæmt tæknilýsingu/verklýsingu, sjá kafla 4 útboðslýsingar. Þar ber að draga saman þann þjóðhagslega ábata og kostnað sem verður til vegna verkefnisins.

Dæmi um atriði þar sem skal greina áhrif með og án sæstrengs (þ.e.a.s. setja upp sviðsmyndir af þróun raforkumála á Íslandi með og án sæstrengs og bera þær saman) eru:

1. Verðmætasköpun af raforkuvinnslu.
2. Áhrif á nýtingu orkuauðlinda.
3. Raforkuöryggi allra notenda á Íslandi.
4. Nýting raforkuflutningskerfis.
5. Áhættudreifing í raforkusölu.
6. Samkeppnisstaða innlends atvinnulífs.
7. Áhrif á fjárhag heimila.
8. Umhverfisleg áhrif.
Sjá nánar í útboðsgögnum sem aðgengileg verða á vef Ríkiskaupa eigi síðar en mánudaginn 2.mars n.k.


Titill

  • Opnunarfundur: 27.3.2015, 11:00
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:20.3.2015
  • Svarfrestur: 23.3.2015
  • Samið við: Straumur Fjárfestingabanki hf