Útboð

15565 - Hús Krabbam.fél., Skógarhlíð 8 - Utanhúsviðg.

Ríkiskaup, fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands, óskar eftir tilboðum í verkið: „Hús Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, utanhússviðgerðir“.

Verkið felst í utanhússklæðningu og endurbótum á húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Klæðning á útveggjum og þaki með tilheyrandi undirlögum, grind og einangrun, verður endurnýjuð. Settir verða tré-álgluggar í stað núverandi timburglugga. Klæðning á þaksvölum, einangrun, þakdúkur og hellur, verður endurnýjuð.

Helstu magntölur: Álklæðning samtals 893 m², þar af 833 m² með einangrun, gluggar og hurðir samtals 144 stk., gler 255 m², múrhúðun 116 m², þakeinangrun og –klæðning 487 m², frágangur þaksvala 84 m², snjóbræðslu­lagnir 310 m.

Nánari útlistum á umfangi útboðsins er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengilega á vef Ríkiskaupa þriðjudaginn 19.11.2013. Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska 10.12.2013 kl: 11:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.


Titill

  • Opnunarfundur: 10.12.2013, 11:00
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:3.12.2013
  • Svarfrestur: 6.12.2013
  • Samið við: VHE kr. 86,581,079