Útboð

15303 - Leiguhúsnæði fyrir umboðsmann barna

15303 - Fullbúið skrifstofuhúsnæði óskast á leigu fyrir
umboðsmann barna


Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir umboðsmann barna. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 5 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu á póst­númerasvæðinu 101, 103, 105 eða 108. Til staðar þarf að vera gott aðgengi, næg bílastæði og góð tengsl við almenningssamgöngur.

Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 135 fermetrar og er um að ræða hefðbundið skrifstofuhúsnæði.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is þriðjudaginn, 21. ágúst, 2012.

Fyrirspurnir varðandi verkefni 15303 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 24. ágúst 2012, en svarfrestur er til og með 28. ágúst 2012.

Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 4. september 2012.

Titill

  • Opnunarfundur: 4.9.2012, 00:00:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:24.8.2012
  • Svarfrestur: 28.8.2012
  • Samið við: