Útboð

15134 - Ísland - Allt árið

NÝTT 29. nóvember - Viðbót við útboðsgögn, fyrirspurn og svar nr. 8; ásamt breytingum nr. 1-2, og fyrirspurnum og svörum sem fyrir voru hafa verið birt og eru aðgengileg hér fyrir neðan í pdf skjali.

Ríkiskaup, fyrir hönd Íslandsstofu, óska eftir tilboðum í hönnun og framleiðslu markaðsefnis.

Hannað og mótað verður markaðsefni í takt við áherslur verkefnisins Ísland – allt árið. Viðfangsefni sem hér um ræðir eru meðal annars: hönnun á heildarútliti Íslands – allt árið, alls prentefnis, vefborða og umhverfisauglýsinga, sem og fyrir vefsíðu.

Nánari upplýsingar er að finna í kafla 2 í útboðslýsingunni sem verður aðgengileg á vef Ríkiskaupa þriðjudaginn 8. nóvember 2011.

Um er að ræða rammasamningsútboð og þær tölur sem gefnar eru upp eru viðmiðunartölur, endanleg kaup til hvers seljanda á samningstíma kunna verða eitthvað meiri eða minni. Gert er ráð fyrir að semja við allt að 5 bjóðendur um viðskipti þessi.

Kynningafundur um rammasamningsútboðið verður haldinn á Grand Hótel, Háteig A kl. 10:00 þriðjudaginn 15. nóvember

Athygli er vakin á að frestur til að senda inn fyrirspurnir, óska frekari skýringa eða ef vart verður við ósamræmi í gögnum rennur út 28. nóvember 2011. Fyrirspurn skal merkt: Útboðsfulltrúi Ríkiskaupa v/15134 Ísland allt árið (myndsendir: 530 1414 eða netfang: utbod@rikiskaup.is).

Skila skal tilboðum til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboð verða opnuð þann 6. desember 2011 kl. 10:00.

Svör við fyrirspurnum verða ekki send bjóðendum í þessu útboði. Svör við fyrirspurnum og/eða viðbætur/leiðréttingar vegna útboðsins verða eingöngu birtar á vefsíðu Ríkiskaupa, hér fyrir neðan.

Öllum fyrirspurnum verður svarað eigi síðar en 30. nóvember 2011.


NEW - November 29 - Addition to the tender documents, questions and answers no. 7-8 and change no. 2; with previous change, questions and answers have been published and are accessible in a pdf document here below.

The State Trading Centre, on behalf of Promote Iceland, Borgartuni 35, 105 Reykjavik, Iceland, requests tenders for Manufacturing and Design components of marketing materials.

Marketing materials in tune with the focus of the project Inspired by Iceland will be designed and formed. The tasks involved include: the design of the overall appearance of Inspired by Iceland, all printed material, web banners and environmental advertisements and of the website.

Further information can be found in Section 2 of the tender documents, that will be accessible on the State Trading Centres' website on Tuesday November 8 2011. The English version is a translation from the Icelandic version and should there be any discrepancies, the Icelandic version shall prevail.

The invitation to tender is a framework tender procedure, and the figures provided are reference figures; final purchases from each economic operator during the effective term of the agreement may be somewhat higher or lower. It is assumed that negotiations for this project will be opened with up to 5 tenderers.

Open presentation meeting
will be held on Tuesday November 15 at Grand Hotel, Sigtun 38, 108 Reykjavik, Iceland 4th floor, room Hateigur A, at 10:00.

Tenderers are encouraged to send enquiries during the tender period (within the enquiry deadline that expires on November 28 2011) if they require further information or have any comments on the tender documents. The query shall be addressed to: Co-ordinator of the invitation to tender for the State Trading Centre (Fax: +354 530 1414 or e-Mail: utbod@rikiskaup.is). Please include the number and name of the invitation to tender.

Tenders, together with the requested information, shall be delivered to the State Trading Centre no later than December 6 2011 at 10:00 hrs, where they will be opened in the presence of the tenderers who request to be present. Tenders arriving after the specified opening time will be returned unopened.

Responses to enquiries will not be sent to tenderers in this invitation to tender. Responses to queries and/or additions/updates relating to the invitation to tender will be posted only on the website of the State Trading Centre, www.rikiskaup.is.

All responses will be answered no later than November 30 2011.


Titill

  • Opnunarfundur: 6.12.2011, 10:00
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:27.11.2011
  • Svarfrestur: 30.11.2011
  • Samið við: Fíton og Íslenska auglýsingastofan