Fyrirhuguð útboð ársins

Fyrirhuguð rammasamningsútboð 2018

Ríkiskaup kynna fyrirhuguð útboð rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu 2018.

Tilgangurinn er meðal annars að kynna áhugasömum birgjum og kaupendum þessi áform með góðum fyrirvara.

Með því að kynna sér fyrirhuguð útboð og/eða framlengingarheimildir í rammasamningum geta núverandi seljendur séð niður á ársfjórðunga hvenær viðkomandi samningsflokkur er tekinn til endurskoðunar og þannig búið sig undir nýtt útboð eða afstöðu til framlengingarbeiðni. Nýir bjóðendur sjá þá einnig hvenær tækifæri opnast til þátttöku í rammasamningi.

Ríkisstofnanir og sveitarfélög hafa heimild til þátttöku í rammasamningum Ríkiskaupa. Aðild að rammasamningi er skuldbindandi og skv. íslenskri framkvæmd er viðkomandi óheimilt að kaupa umsamda vöru eða þjónustu utan samnings.

Af þeim sökum er aðilum að rammasamningakerfinu heimilt að segja sig frá einstaka rammasamningsflokkum, liggi gildar efnislegar ástæður að baki. Slík úrsögn þarf að berast Ríkiskaupum skriflega, með gildum efnislegum rökum, og tímanlega áður en nýr rammasamningur tekur gildi. Þannig er mikilvægt að kaupendur kynni sér fyrirhuguð rammasamningsútboð hvers árs.

Hægt er að skoða á vef Ríkiskaupa hvaða samningar eru í gildi á hverjum tíma og við hvaða birgja. Rammasamningar eru ætíð boðnir út á EES svæðinu, auglýstir hérlendis hver þeirra fyrir sig og öllum gefinn kostur á að bjóða. Hægt er að skrá sig fyrir rafrænni tilkynningu um útboðsauglýsingar á vef Ríkiskaupa og fylgjast með þeim á www.utbodsvefur.is.

Fyrirhuguð rammasamningsútboð 2018 - Rammasamningar á lokagildistíma

Heiti rammasamnings
Áætlað útboð
 RK 04.01 Húsgögn  1. ársfjórðungur
RK 05.05 Eldsneyti f. ökutæki og vélar  1. ársfjórðungur
 RK 09.02 Bleyjur, undirlegg og dömubindi  1. ársfjórðungur
RK 11.11. Raftæki  1. ársfjórðungur
RK 14.21 Endurskoðun  1. ársfjórðungur
RK 14.26 Umhv. Skipulags og byggingar.  1. ársfjórðungur
RK 14.23 Rekstrarráðgjöf
 1. ársfjórðungur
RK 03.02 Síma- og fjarskiptaþjónusta
 1. ársfjórðungur
RK 06.02 Vöruflutningar
 2. ársfjórðungur
RK 14.10 Túlka og þýðingarþjónusta
 2. ársfjórðungur
RK 14.25 Öryggisþjónusta
 2. ársfjórðungur
 RK 02.02 Prentun
 3. ársfjórðungur

Fyrirhugaðar framlengingar eða endurútboð 2018

Heiti rammasamnings Áætluð framlenging eða endurútboð
 RK 07.06 Borðbúnaður  1. ársfjórðungur
RK 17 Þjónusta iðnmeistara  2. ársfjórðungur
RK 03.06 Hýsing og rekstur
 2. ársfjórðungur
RK 05.06 Olía og eldsneyti - Skip og flugvélar
 2. ársfjórðungur
RK 05.07 Raforka
 2. ársfjórðungur
RK 08.02 Almenn matvara
  2. ársfjórðungur
RK 08.03 Kjöt og fiskur
 2. ársfjórðungur
RK 10.01 Plastvörur, dýnu- og skóhlífar
 2. ársfjórðungur
RK 02.03 Ljósritunarpappír
 3. ársfjórðungur
RK 05.02 Leigubílar
 3. ársfjórðungur
RK 03.07 Microsoft leyfi
 3. ársfjórðungur
RK 09.03 Hreinlætisefni og pappír
 4. ársfjórðungur
 RK 05.01 Bílaleigubílar  4. ársfjórðungur
 RK 03.04 Miðlægur búnaður - Gagnageymslur  4. ársfjórðungur
 RK 03.05 Netbúnaður, rafbakhjarlar ofl.  4. ársfjórðungur
 RK 12 Byggingavörur  4. ársfjórðungur

Athugið að allar fyrirhugaðar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst eða hætt verði við fyrirhugað útboð.


Við bendum sérstaklega forsvarsmönnum sveitarfélaga á að kynna sér þau rammasamningsútboð sem fyrirhuguð eru á árinu 2018 og kjör í eldri og nýlegum samningum með tilliti til þátttöku að rammasamningakerinu.

Um leið viljum við minna á skyldu opinberra aðila til að auglýsa fyrirhuguð útboð með rafrænum hætti. t.d. á www.utbodsvefur.is