Fyrirhuguð útboð ársins

Fyrirhuguð rammasamningsútboð 2017

Ríkiskaup kynna fyrirhuguð útboð rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu 2017. Tilgangurinn er meðal annars að kynna áhugasömum birgjum og kaupendum þessi áform með góðum fyrirvara. Samningarnir eru almennt við helstu seljendur á viðkomandi markaði en allir áhugasamir birgjar eru hvattir til að kynna sér samningana og útboðin.

Kynningarauglýsingin gefur opinberum aðilum, sem einhverra hluta vegna sjá hag sínum betur borgið utan þeirra nýju rammasamninga sem fyrirhugaðir eru, tækifæri til að segja sig frá viðkomandi samningi með skriflegum rökstuðningi til Ríkiskaupa. Viðkomandi aðili er þá útilokaður frá þátttöku í þeim rammasamningi allan gildistíma hans.
Slík úrsögn þarf að berast áður en rammasamningur tekur gildi.

Hægt er að skoða á vef Ríkiskaupa hvaða samningar eru í gildi á hverju tíma og við hvaða birgja. Rammasamningar eru ætíð boðnir út á EES svæðinu, auglýstir hérlendis hver þeirra fyrir sig og öllum gefinn kostur á að bjóða. Hægt er að skrá sig fyrir rafrænni tilkynningu um þessar útboðsauglýsingar á vef Ríkiskaupa.

Heiti rammasamnings
Lok samnings
Áætlað útboð
 Skoðunarhanskar    1. ársfjórðungur
 Plastvörur  31.3.2017  1. ársfjórðungur
 Endurvinnslu- og úrgangsþjónusta  31.3.2017  1. ársfjórðungur
 Byggingavörur  31.3.2017  1. ársfjórðungur
 Ljósaperur og lýsingarbúnaður  31.3.2017  1. ársfjórðungur
 Skrifstofuvörur  31.3.2017  1. ársfjórðungur
 Ljósritunarpappír
 31.3.2017  1. ársfjórðungur
 UT Tölvubúnaður  30.4.2017  1. ársfjórðungur
 Endurskoðun
 30.4.2017  2. ársfjórðungur
 Olía og eldsneyti fyrir ökutæki og vélar
 25.10.2017  3. ársfjórðungur
Síma- og fjarskiptaþjónusta
 31.10.2017  3. ársfjórðungur
 Húsgögn
 31.10.2017  3. ársfjórðungur
 Raftæki
 31.10.2017  3. ársfjórðungur
 Túlka og þýðingarþjónusta
 31.10.2017  3. ársfjórðungur
 Umhverfis-, skipulags-, og byggingamál  31.12.2017  4. ársfjórðungur
 Flugsæti innanlands  31.12.2017  4. ársfjórðungur

Athugið að allar fyrirhugaðar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst eða hætt verði við fyrirhugað útboð.


Við bendum sérstaklega forsvarsmönnum sveitarfélaga á að kynna sér þau rammasamningsútboð sem fyrirhuguð eru á árinu 2017 og eldri samninga, þar sem sveitarfélög þurfa að staðfesta áframhaldandi þátttöku að rammasamningakerfinu til Ríkiskaupa.

Um leið viljum við minna á skyldu sveitarfélaga til að auglýsa fyrirhuguð útboð með rafrænum hætti, t.d. á www.utbodsvefur.is