Fasteignir

Miðgarðar

Útboðsnr Heiti
20807 Miðgarðar

Ríkiskaup kynnir:

Miðgarðar 1, Grímsey.

Um er að ræða einbýlishús sem er fyrrum prestbústaður. Húsið stendur á fallegum stað við aðalgötuna í Grímsey og rétt utan við Miðgarðakirkju og er á sér afmarkaðri 2.124 fm. leigulóð.  Á lóðinni stendur einnig óskráð lítil garðgeymsla og matjurtagarður sem fylgja eigninni. Húsið er byggt úr timbri á steyptan kjallara og klætt steniplötum. Húsið er í sæmilegu ástandi en þarfnast aðhlynningar. Kjallari er með lítilli lofthæð og hefur hann verið nýttur sem geymsla. Í húsinu eru vatnshitaofnar og olíukynding.

Aðkoma að fasteigninni er sjóleiðis með Grímseyjarferju. Góður akvegur er að húsi frá Grímseyjarhöfn eftir Hafnargötu, vegalengd um 1,1 km og frá Grímseyjarflugvelli um Vallargötu og Hafnargötu, vegalengd um 2,0 km.

Gerður verður lóðarleigusamningur til 50 ára við kaupanda, lóðarleiga nú er um 73 þús. kr. á ári og breytist í samræmi við byggingarvísitölu.

Ekki verður tekin afstaða til tilboða fyrr en í fyrsta lagi 14 dögum eftir að eign var skráð inn á fasteignavef mbl.is
 

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530-1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is

Einnig er hægt að sjá eignina og myndir af henni inni á fasteignavef MBL
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteignasala/rikiskaup/