Fasteignir

Þverárdalur - Austur Húnavatnssýslu

Útboðsnr Heiti
20756 Þverárdalur - Austur Húnavatnssýslu

Ríkiskaup kynnir:
Íbúðarhús ásamt tveimur geymslum á lóðinni Þverárdalur, í Húnavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu.

Nánar tiltekið er um að ræða steinsteypt íbúðarhús ásamt sambyggðri steinsteyptri geymslu.

Fasteignirnar standa á fallegum stað í Þverárdal sem er rétt við Húnaver í Svartárdal. Vegaslóði liggur að fasteignunum frá þjóðvegi 1, Norðurlandsvegi inn Þverárdal.
Eignin er komin til ára sinna og þarfnast mikilla endurbóta.

Gerður verður lóðarleigusamningur til allt að 50 ára við kaupanda fasteignanna um Þverárdal lóð, landnr. 145398, en um er að ræða 5.500 fm lóð sem fasteignirnar standa á.

Möguleiki verður fyrir kaupanda að leigja meira land til afnota umhverfis lóðina úr jörðinni Þverárdal landnr. 145397, ef sýnt verður fram á að það styðji við afnot eða starfsemi kaupanda.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530-1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is

Einnig er hægt að sjá eignina og myndir af henni inni á fasteignavef MBL
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteignasala/rikiskaup/