Fasteignir

Fagradalsbraut 9, Egilsstöðum

Útboðsnr Heiti
20742 Fagradalsbraut 9, Egilsstöðum

Vel staðsett atvinnu- og verslunarhúsnæði við Fagradalsbraut á Egilsstöðum.
Um er að ræða eignarhluta sem er samtals 356 m² í steinsteyptu húsi sem áður hýsti afgreiðslu Íslandspósts á Egilsstöðum. 
Hér er um að ræða eign sem býður upp á ýmsa möguleika.
Á fyrstu hæð er að finna stórt afgreiðslu og móttökurými með góðu vinnurými baka til. Aðalinngangur er frá suðurhlið við Fagradalsbraut. Í kjallara sem tengist aðalhæð með stigahúsi er að finna tvær skrifstofur, geymslur og stóra kaffistofu. Inngangur er inn í kjallara frá vesturhlið.
Húsnæðið þarfnast nokkurs viðhalds bæði að utan og innan. Aðkoma er góð og næg bílastæði að framanverðu. Vel staðsett húsnæði sem er miðsvæðið í bænum og stutt í alla þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530-1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is

Einnig er hægt að sjá eignina og myndir af henni inni á fasteignavef MBL
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteignasala/rikiskaup/