Fasteignir

Bíldshöfði 16

Útboðsnr Heiti
20646 Bíldshöfði 16

Ríkiskaup kynnir: Skrifstofu- og verslunarhúsnæði á eftirsóttum stað við Bíldshöfða 16.

Fasteignin sem áður hýsti Vinnueftirlitið er 1086,8 fm skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem skiptist niður á tvær hæðir. Tveir inngangar að sunnan- og að norðanverðu. Stigahús dúklagt. Innaf opnu rými milli austur og versturhluta fjörðu hæðarinnar eru góðar hellulagðar suðursvalir sem eru í sameign. Næg bílastæði og góð aðkoma að húsinu.

Þriðja hæðin, merkt 0301 og 0302 á teikningu er skráð 744,1 fm að stærð. Salerni eru sameiginleg fyrir alla hæðina og eru þau beint á móti stigauppganginum. Gólfefni eru aðallega korkur og dúkur en einnig er hluti hæðarinnar teppalagður. Milliveggir eru léttir og allar breytingar eru auðveldar.
Vesturhluti hæðarinnar skiptist í nokkur rúmgóð lokuð vinnurými, eldhús tengt fundarsal, ræstiklefa og innst á hæðinni er gluggalaus stór geymsla. Ekki eru gluggar á vesturgafli.
Austurhluti hæðarinnar skiptist í nokkur lítil og lokuð vinnurými og eitt stórt vinnurými. Gluggar eru á austurgafli.

Fjórða hæðin, merkt 0404 á reikningur er skráð 342,7 fm að stærð. Um er að ræða vesturhluta hæðarinnar. Mikil og góð lofthæð í miðju rýmisins. Gólfefni eru aðallega teppi og eru komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Milliveggir eru léttir og allar breytingar eru auðveldar.
Vesturhlutinn skiptist  snyrtingu, nokkur lokuð skrifstofurými og eitt stórt vinnurými

Í heildina góð eign í rótgrónu hverfi sem bíður uppá mikla möguleika.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530-1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is

Einnig er hægt að sjá eignina og myndir af henni inni á fasteignavef MBL
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteignasala/rikiskaup/