Fasteignir

Aðalgata 24 - Siglufirði, íbúð

Útboðsnr Heiti
20632 Aðalgata 24 - Siglufirði, íbúð
Á annarri hæð húsins við Aðalgötu 24 er rúmgóð 3. herbergja íbúð, fastanr. 213-0083. Húsið stendur á horni Aðalgötu og Grundargötu. Íbúðin samanstendur af stofu, tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi. Þá er rúmgott miðrými í íbúðinni og svalir. Inngangur er á austurhlið, gengið inn frá Aðalgötu. Í gildi er leigusamningur sem er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Íbúðin er 126 m² og byggð árið 1964. Ástand íbúðar er gott. Húsnæðið þarfnast nokkurs viðhalds bæði að  utan. Aðkoma er góð og bílstæði meðfram Aðalgötu og Grundargötu. Mikilvægt er að væntanlegir bjóðendur kynni sér ástand eignanna vel.

Húsnæðið er til sýnis í samráði við Jónu Guðnýju Jónsdóttur í síma 467 1107 milli kl. 10 og 16 virka daga.

Sjá eign hér einnig:
http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/782607/sala=rikiskaup&item_num=1

Ásett verð kr. 11.800.000,-

Ath. að ekki verður haldinn opnunarfundur vegna skila á tilboðum.