Fasteignir

Aðalgata 24 - Siglufirði, póstafgreiðsla

Útboðsnr Heiti Tilboðsfrestur
20631 Aðalgata 24 - Siglufirði, póstafgreiðsla 31.12.2017 kl. 00:00

Á fyrstu hæð húsins við Aðalgötu 24 er póstafgreiðsla Íslandspósts, fastanr. 213-0082. Húsið stendur á horni Aðalgötu og Grundargötu. Eignin skiptist í afgreiðslu og móttökurými með góðu vinnurými baka til, tvær skrifstofur, kaffistofu, geymslu ofl. Aðalinngangur er frá Grundargötu en einnig er inngangur frá norðurhlið. Húsnæðið er 234,7 m² og byggt árið 1964. Að innan er húsnæðið mikið í upprunalegri mynd. Húsnæðið þarfnast nokkurs viðhalds bæði að  utan og innan og eru einhverjar rakaskemmdir sýnilegar. Aðkoma er góð og bílstæði meðfram Aðalgötu og Grundargötu.

Mikilvægt er að væntanlegir bjóðendur kynni sér ástand eignanna vel.

Húsnæðið er til sýnis í samráði við Jónu Guðnýju Jónsdóttur í síma 467 1107 milli kl. 10 og 16 virka daga.

Óskað er eftir tilboðum í hvorn eignarhluta fyrir sig eða báða saman. Skila skal inn tilboðum til Ríkiskaupa fyrir kl. 15:00, fimmtudaginn 21. september 2017. Tekin verður afstaða til móttekinna tilboða eftir það. Innsend tilboð skulu gilda í 4 vikur frá þeim degi. Skrifstofa Ríkiskaupa er opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00. 

Verð kr. 19.800.000,-

Ath. að ekki verður haldinn opnunarfundur vegna skila á tilboðum.