Fasteignir

Núpur í Dýrafirði - Skólastjórahús og heimavist

Útboðsnr Heiti Tilboðsfrestur
20613 Núpur í Dýrafirði - Skólastjórahús og heimavist 1.9.2017 kl. 15:00

Um er að ræða húsnæði, áður heimavist (kvennavist) héraðsskólans ásamt íbúð. Stærð hússins er talin vera 733 m² og eigandi er Ríkissjóður Íslands. Húsnæðið er byggt á árunum 1954 til 1956. Áhugasamir bjóðendur eru hvattir til að kynna sér ástand húsnæðisins til hlítar. Húseignin er til sýnis í samráði við Guðmund Ástvaldsson í síma 894 9409 á skrifstofutíma.

Ekki er búið að þinglýsa lóð undir húsið (lóð merkt 2) en lóðin hefur verið afmörkuð og talin vera 4.620 m². Kvöð er á lóð nr. 1 (Gamli skóli) um aðkomu og bílastæði.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er brunabótamat er kr. 151.950.000,- og fasteignamat er kr. 16.640.000,-.

Húseignin er til sýnis í samráði við Guðmund Ástvaldsson í síma 894 9409 á skrifstofutíma.

Óskað er eftir tilboðum í eignina. Tekin verður afstaða til móttekinna tilboða eftir 1. september 2017. Innsend tilboð skulu gilda í 4 vikur frá þeim degi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.

Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, sími 530 1400. Skrifstofa Ríkiskaupa er opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00.

Ath. ekki verður haldinn opnunarfundur vegna skila á tilboðum.