Fasteignir

Staðarfell í Dalabyggð

Útboðsnr Heiti
20609 Staðarfell í Dalabyggð
Staðarfell á Fellsströnd
Um er að ræða fimm byggingar sem hýst hafa starfsemi SÁÁ frá árinu 1980. Öllum byggingunum hefur verið ágætlega við haldið. Náttúrufegurð er mikil og staðsetning er á rólegum og fallegum útsýnisstað til suðurs yfir Hvammsfjörð og Skógarströnd. Staðarfell er í um 30 mínútna aksturfjarlægð frá Búðardal.

Byggingarnar sem  um ræðir eru:
  1. 751 m² skólabygging frá 1912. Í húsinu eru 24 herbergi, eldhús, matsalur, fundarsalur, þvottahús ofl.
  2. 291 m² íbúðarhús frá 1969. Í húsinu eru þrjár íbúðir.
  3. 135 m² íbúðarhús frá 1971. Í húsinu eru tvær íbúðir.
  4. 48 m² véla- og verkfærageymsla frá 1955. Í geymslunni er að finna kyndiklefa fyrir olíukyndingu, varaaflsstöð og vatnsinntak.
  5. 68 m² geymsluhúsnæði með kæligeymslu og þurrksvæði frá 1948.

Alls er heildarstærð húsanna talin vera um 1.293 m²,
Áætluð leigulóð er um 1,8 ha.

Fá svæði landsins státa af jafn ríkulegri sögu. Margir sögufrægir staði sem skrifað er um í sögum frá landnámi er að finna í nágreni Staðarfells. Friðsæl náttúrfegurð býður upp á ótal möguleika til útiveru, gönguferða og fuglaskoðunar. Breiðafjörður er þarna með sínar óteljandi eyjar. Einstök upplifun er að sigla um Breiðafjörðinn og sjá eyjar, fugla í þúsundatali, eða hvali.

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig ferðaþjónustu á svæði sem er að mati margra einstakt á heimsvísu.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530-1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is

Einnig er hægt að sjá eignina og myndir af henni inni á fasteignavef MBL
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteignasala/rikiskaup/