Fasteignir

Suðurgata 14, Hafnarfirði

Útboðsnr Heiti
20590 Suðurgata 14, Hafnarfirði

Ríkiskaup kynnir: Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis í Hafnarfirði. Eignin hýsti áður skrifstofur Ríkisskattstjóra.

Nánari lýsing:Fasteignin skiptist í þrjár hæðir auk geymsluriss undir súð þar sem lofthæð er allt að 2 metrar. Inngangar að húsinu eru bæði að ofanverðu frá Suðurgötunni og að neðanverðu frá Víkingastræti. Fjöldi skrifstofuherbergja er í húsinu, auk opinna vinnurýma, móttökurýmis og stórt eldhúsrými fyrir mötuneyti er á 3. hæð hússins. Lyfta er í húsinu sem gengur milli hæðanna þriggja. Gólfefni eru flísar við inngang en annars linoleumdúkur. Húsið lítur vel út að utan þó svo að þak þarfnist málunar og skemmdir eru á gólfefni við svalahurð á annarri hæð. Seljanda er ekki kunnugt um ástand hússins að öðru leyti og eru bjóðendur hvattir til að kynna sér ástand þess vel. Áætluð stærð hússins skv. Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er 1279,6 m², byggt árið 1985, en óstaðfestar mælingar gefa til kynna að húsnæðið sé uþb. 100 m² stærra.

Varðandi hugsanlega starfsemi í húsinu og á lóð er bjóðendum bent á að kynna sér nánar skipulagsmál eignarinnar og svæðisins hjá bæjaryfirvöldum. Húsið og skipulag þess býður upp á margvíslega nýtingamöguleika.

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Verð kr. 290.000.000,-

Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, sími 530 1400. Skrifstofa Ríkiskaupa er opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00.