Fasteignir

Flugstöðin á Patreksfirði

Útboðsnr Heiti Tilboðsfrestur
20523 Flugstöðin á Patreksfirði 1.9.2017 kl. 15:00

Um er að ræða húsnæði flugstöðvar, 225,0 m², byggð árið 1983 og vélageymslu, 40,3 m², byggða árið 1984 skv. upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá. Fasteignamat flugstöðvar og vélageymslu er kr. 8.873.000,- og Brunabótamat 79.460.000,-. Geymsla, 50,0 m², byggð árið 1970 verður rifin. Gengið verður frá sérstakri lóð fyrir bygginguna sem stofnuð verður úr landi flugvallarsvæðisins.

Lóðaleigusamningur verður gerður við kaupanda. Forkaupsréttur Ríkissjóðs Íslands er á eigninni.

Eignirnar verða til sýnis eftir 8. ágúst nk. í samráði við Arnór Magnússon á skrifstofutíma í síma 861 4624.

Óskað er eftir tilboðum í eignina. Tekin verður afstaða til móttekinna tilboða eftir 1. september 2017. Innsend tilboð skulu gilda í 4 vikur frá þeim degi.

Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, sími 530 1400. Skrifstofa Ríkiskaupa er opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00.

Ath. ekki verður haldinn opnunarfundur vegna skila á tilboðum.