Fasteignir

Strandgata 55 í Fjarðabyggð, Eskifirði

Útboðsnr Heiti Tilboðsfrestur
20473 Strandgata 55 í Fjarðabyggð, Eskifirði 31.12.2017 kl. 10:00

Ath. að þessi eign er ekki á tilboðstíma en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ríkiskaupa. Meðfylgjandi upplýsingar úr Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá eru ekki uppfærðar. Upplýsingar hér fyrir neðan standa óbreyttar frá opnunarfundi tilboða.

Tilboð óskast í fasteignina Strandgötu 55, Fjarðabyggð, eignarhluta Íslandspósts ohf.

Um er að ræða eignarhluta Íslandspósts samtals 174,0 m², neðri hæð, í steinsteyptu húsi. Eignin samanstendur af afgreiðslusal, kaffistofu, snyrtingu og starfsmannarými. Á þessari stundu liggja ekki fyrir samþykktir húsfélags vegna viðhald hússins en vitað er að fara þarf í utanhúss viðgerðir og gluggaskipti í sameign. Í haust var hitaveituinntakið yfirfarið og lagfært og þá var hluti af gamla kyndikerfinu fjarlægður. Einhverjar vatnskemmdir urðu fyrir nokkrum árum á kjallara hússins. Þá eru innréttingar, gólfefni og annað nánast óbreytt frá byggingu hússins. Eignin selst í því ástandi sem hún er en nánari upplýsingar um ástand hússins eru ekki til og því eru bjóðendur hvattir til að kynna sér ástand þess vel.  

Eignin er laus til afhendingar frá og með 1. mars 2017.

Húseignin verður til sýnis í samráði við Hjördísi Andrésdóttur í síma 825 1435 á skrifstofutíma.

Nánari upplýsingar fást hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði.

Gögnin eru einnig aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10:00 þann 14. febrúar 2017 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.