Aðrir viðburðir

Upplýsingar um sölu notaðra eigna ríkisins

Augl_header_TIL_SOLU

Ríkiskaup annast sölu ýmissa eigna ríkisins, s.s. fasteignir, notaða bíla og tæki. Almenningi gefst kostur á að kaupa þessar eignir ásamt ýmsum öðrum munum sem ekki er lengur þörf fyrir.

Bílasala

Bílauppboð ehf og Ríkiskaup hafa gert með sér tímabundið samkomulag um að Bílauppboð ehf annist sölu á bifreiðum, tækjum og öðrum búnaði, eftir því sem við á, fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins.

Þegar stofnun hyggst selja bifreið í hennar eigu þarf beiðni um slíkt að berast Ríkiskaupum á þar til gerðu eyðublaði. Mikilvægt er að fylla eyðublaðið  rétt og vel út. Sjá nánar hér hliðar undir flokknum bifreiðar.

Uppboð fara fram vikulega og eru uppboðsdagar, þriðjudagar en fylgjast má með uppboðum á vefsíðu Bílauppboðs http://bilauppbod.is/

Bílauppboð ehf er til húsa í Suðurhrauni 3, 210 Garðabæ.


Fyrir seljendur - Leiðbeiningar og sölubeiðni:

Leiðbeiningar fyrir seljendur bifreiða og tækja (PDF)

Beiðni til Ríkiskaupa um sölu á bifreið (doc)


Fyrir kaupendur:

Bílauppboð ehf - http://bilauppbod.is/

Sala fasteigna og jarða

Reglur um frágang og útfyllingu kauptilboða við sölu eigna hjá Ríkiskaupum:

  1. Bjóðandi/tilboðsgjafi skal tilgreina fullt nafn, kennitölu og lögheimili svo og vinnusíma, heimasíma og/eða farsíma eftir atvikum.                                           
  2. Kaupverð skal tilgreint í tölustöfum. Við sölu fasteigna skal greiðslutilhögun útborgunar í peningum skv. lið A fyllt út (þ.e. fjárhæð greiðslu og greiðsludagur) svo og liður C um greiðslur með ÍLS veðbréfum ef við á.                    
  3. Seljandi lánar ekki hluta kaupverðs hins selda heldur fjármagnar bjóðandi kaupverðið með eigin fé og/eða fyrirgreiðslu frá lánastofnunum.                                
  4. Kauptilboð skal dagsett og undirritað af bjóðanda og vottað af tveimur vitundarvottum. Við gerð tilboðs í bifreiðar þarf ekki vitundarvotta.
  5. Áskilinn er réttur til að hafna tilboðum sem ekki eru frágengin með ofangreindum hætti.
  6. Einnig er áskilinn réttur til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi af öðrum ástæðum.