Aðrir viðburðir

Upplýsingar fyrir bjóðendur og seljendur í rammasamningum

Það er mikilvægt fyrir þá aðila sem vilja eiga viðskipti við ríkisstofnanir að geta nálgast upplýsingar um slík tækifæri á auðveldan máta. Vefur Ríkiskaupa er ágætis leið til þess.

Útboðsauglýsingar

Á vef Ríkiskaupa finnurðu upplýsingar um útboð á vöru og þjónustu sem í gangi eru á hverjum tíma hjá Ríkiskaupum. Ríkiskaup sjá um margvísleg útboð fyrir stofnanir og sveitarfélög.
Áhugasamir aðilar geta skráð sig á póstlistann okkar og hakað þar við "Útboð" til að fá sendar upplýsingar vikulega um þau útboð sem eru í auglýsingu hverju sinni.

Aðild að rammasamningum

Hér geta bjóðendur og seljendur í rammasamningum nálgast upplýsingar um þær stofnanir og fyrirtæki sem eru aðilar að rammasamningum Ríkiskaupa.

Hvernig verður þitt fyrirtæki aðili að rammasamningi?

Rammasamningar eru samningar sem Ríkiskaup gera fyrir hönd allra þeirra stofnana og sveitarfélaga sem aðild eiga að rammasamningakerfinu hverju sinni.
Rammasamningur verður til í kjölfar útboðs og er þátttaka í slíku útboði eina leið fyrirtækja til þess að komast í rammasamning.

Fræðsla og kynning

Ríkiskaup bjóða upp á margvíslega fræðslu og kynningar um málefni sem tengjast opinberum innkaupum. Rammasamningskynningar eru haldnar reglulega þar sem seljendum í rammasamningum gefst tækifæri til að kynna sig og sína vöru og þjónustu. Auk þess bjóða Ríkiskaup upp á margvíslega fræðslufundi um ýmis lagaleg málefni í umhverfi opinberra innkaupa auk annarra útboðstæknilegra atriða.

rammafroskur_hlidErtu með hugmynd að kynningu ? Láttu okkur vita