Tölvubúnaður

RK 03.01 UT Tölvubúnaður

Samningur gildir til 31.5.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 18.5.2017 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.

Samið var við Advania sem var lægstbjóðandi í fyrirfram skilgreindan búnað  við kaup á búnaði upp að 10 stk og einnig var samið við Opin kerfi og Nýherja sem birgja í magninnkaupum (11 stk og yfir) og við kaup á sértækum búnaði.
Kröfulýsing búnaðar er birt í útboðsgögnum á læstu svæði hér fyrir neðan.

Markmiðið með samningnum er að ná aukinni hagkvæmni í kaupum á tölvubúnaði fyrir opinbera aðila og í þessum nýja samningi er það gert með því að semja um fast verð við einn birgja um ákveðinn búnað upp að ákveðnum fjölda. Til að koma til móts við kaupendur sem þurfa að kaupa meira magn eða gera kröfur um sérhæfðari búnað var einnig samið við tvo aðra birgja sem keppa um viðskipti stofnana í örútboðum innan samnings. Slík samkeppni leiðir til aukins ávinnings, ekki síst þegar stofnanir nýta umtalsverðan innkaupakraft sinn í sameiginlegum örútboðum innan samningsins.

Kaup innan samnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi með eftirfarandi aðferðum:

Flokkur 1 – fartölvur, borðtölvur og skjáir:

  • Kaup á allt að 10 einingum af hverri tegund (tölvum, tengikvíum eða tölvuskjáum) af fyrirfram skilgreindum búnaði skulu fara fram með beinum kaupum við forgangsbirgja (Advania). Að hámarki 120 einingar á ársgrundvelli. Nánari skilgreiningar á búnaði og boðin verð eru að finna á læsta svæðinu neðst á síðunni.
  • Kaup á 11 eða fleiri einingum skulu boðin út í örútboði meðal þeirra seljenda innan rammasamningsins.
  • Kaup á sértækum búnaði sem ekki fellur undir fyrirframskilgreindan búnað skulu fara fram með örútboði meðal allra birgja í samningi ( Advania, Nýherja og Opinna kerfa). Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér að neðan.

Flokkur 2 – aukahlutir tengdir boðnum búnaði í flokki 1:

  • Kaupandi skal leita bestu verða meðal allra þriggja rammasamningshafa á grundvelli boðins lágmarksafsláttar og verðlista. Kaupendum er heimilt að hafa aukahluti með í örútboði innan flokks 1.

Vistvæn og samfélagslega ábyrg innkaup

Í samræmi við stefnu stjórnvalda um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur er það yfirlýst markmið Ríkiskaupa að allir nýir rammasamningar ríkisins skuli uppfylla grunnviðmið í umhverfisskilyrðum í þeim vöruflokkum þar sem slík skilyrði hafa verið útbúin.  Boðinn búnaður í þessum samningi skal þannig uppfylla grunnviðmið í  umhverfisskilyrðum VINN um upplýsingatæknibúnað.

Örútboðsskylda innan samnings

  • Einstök kaup á 11 einingum (tölvur eða skjáir) eða fleirum, skulu boðin út innan rammasamningsins í örútboði. Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð.
  • Kaupendur skulu fara í örútboð meðal seljenda innan rammasamningsins ef fyrirfram skilgreindur búnaður í rammasamningi þessum uppfyllir ekki tæknikröfur þeirra. Einnig er kaupendum heimilt að hafa aukahluti sem hluta af örútboði á búnaði.
Í örútboði má setja fram eftirfarandi valforsendur:
  • Verð 70-100%
  • Gæði 0-30%
  • Þjónusta 0-30%

Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupandi leitar, með hæfilegum fyrirvara, skriflegra tilboða meðal tiltekinna rammasamningshafa um skilmála sem ekki hefur verið mælt fyrir um í viðkomandi rammasamningi og lýkur jafnan með samningi við þann bjóðanda sem leggur fram besta tilboðið á grundvelli þeirra valforsendna sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins.

Sjá almennar leiðbeiningar um örútboð á vef Ríkiskaupa.

Sameiginleg útboð á vegum Ríkiskaupa

Næsta fyrirhugaða sameiginlega örútboð verður í byrjun júni ef næg þátttaka fæst.

Með nýjum áherslum fjármála- og efnahagsráðherra í opinberum innkaupum er aukin áhersla á sameiginleg innkaup ríkisstofnana til að ná fram stærðarhagkvæmni og hagræðingu.

Seljandi Tengiliður Sími Fax
Advania ehf. Ari Sigurðsson 440 9000
Opin Kerfi hf. Sigurgísli Melberg 570 1000
Origo ehf. (áður Nýherji) Björn G. Birgisson 516 1000
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda