Netbúnaður

RK 03.05 Netbúnaður, rafbakhjarlar og annar skyldur búnaður

Samningur gildir til 31.10.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
A hluti - Megineiningar Rammasamningsteymi 31.10.2019
B hluti - Notendaeiningar Rammasamningsteymi 31.10.2019

Á döfinni

Samningurinn gildir frá 1.11.2017 til 31.10.2018 með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.

Búið er að framlengja samningi um eitt ár til 31.10.2019.

Efni samnings

Um er að ræða búnað til tenginga við nærnet og/eða víðnet, allt frá smærri notendabúnaði svo sem WiFi beinum til stórra neteininga, beina, skipta og stórra rafbakhjarla. samningnum er skipt í tvo hluta; A fyrir megineiningar og stærri notendur og B fyrir smærri búnað. Sjá nánar undir hverjum undirflokk fyrir sig með því að smella á undirflokkana hér að ofan.

Samið við var við fjóra birgja í bæði A og B hluta; Opin kerfi, Nýherja, Advania og Sensa. Birgjunum er raðað í hagkvæmnisröð undir hvorum flokki fyrir sig eftir skori tilboða samkvæmt valforsendum útboðsins (verð 80% og gæði 20%) í tilgreindar verðkörfur útboðsins.
Birginn með hagkvæmasta tilboð í hvorum flokk fyrir sig, er skilgreindur forgangsbirgi í viðkomandi flokki, þannig eru Opin kerfi forgangsbirgi í A hlutanum en Advania forgagnsbirginn í B hlutanum.

 A hluti - Megineiningar B hluti - Notendaeiningar
1. Opin kerfi
2. Nýherji
3. Advania
4. Sensa
1. Advania
2. Nýherji
3. Opin kerfi
4. Sensa

Kaup innan samnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi með beinum kaupum vöru sem er að finna í verðkörfum útboðs eða þá með örútboðum í samræmi við eftirfarandi skilgreiningu:

Kaupandi skal eiga viðskipti við forgangsbirgja í flokki A eða B, þegar verðmæti fyrirhugaðra kaupa er undir  kr. 100.000 með vsk., svo fremi sem varan sem um er að ræða geti nýst og henti í tæknilegu umhverfi hans. Geti forgangsbirgi ekki útvegað samningsvöru skal kaupandi snúa sér að þeim birgja sem skoraði næst hæst samkvæmt valforsendum.

Einstök kaup sem ekki falla undir skilgreinda tæknilýsingu vöruliða verðkörfu útboðsins skulu framkvæmd með örútboðum meðal samningshafa, þar sem tæknilýsing og ítarlegri skilmálar kaupa en fram koma í útboðslýsing rammasamningsútboðs eru settir fram til að tryggja virka samkeppni á samningstíma.

Kaup með örútboðum:

Kaupandi skal viðhafa örútboð um sín kaup sem ekki falla undir ofangreinda skilgreiningu um bein kaup  innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupandi leitar, með hæfilegum fyrirvara, skriflegra tilboða meðal tiltekinna rammasamningshafa um skilmála sem ekki hefur verið mælt fyrir um í viðkomandi rammasamningi og lýkur jafnan með samningi við þann bjóðanda sem leggur fram besta tilboðið á grundvelli hlutlægra viðmiðana sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins.

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings. Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:

  • Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
  • Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um er að ræða. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
  • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupumer annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu. Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Tilkynningar um verðbreytingar á samningstíma

Samningsverð innihalda allan kostnað og gjöld sem hljótast af vegna vörunnar og eru þau með virðisaukaskatti.

Samningsverð í verðkörfum miðast við tollafgreiðslugengi eins og það var á vefsíðu Tollstjóra daginn fyrir opnun tilboða (14.09.2017 kl. 11:00) og myndar það upphaflegan verðgrunn. Samningsverð á grundvelli tilboðsverða í verðkörfu geta tekið breytingu í samræmi við breytingu á genginu. Breytist meðaltollgengi mánaðarins miðað við gildandi grunngengi meira en sem nemur + eða – 5% (fimm af hundraði) þá er báðum aðilum heimilt að óska eftir leiðréttingu á samningsverði í íslenskum krónum. 

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er. Samningsverðum skal aðeins breytt að báðir samningsaðilar séu því samþykkir.

Framkvæmd örútboðs og leyfilegar valforsendur

Kaup sem ekki falla undir skilgreiningu um bein kaup innan samnings skulu fara farm með örútboðum. Mat tilboða í örútboðum verður á grundvelli verða og aukinna krafna til þjónustu og/eða gæða.

Mögulegt vægi valforsenda:

  • Verð                                80 - 100%
  • Þjónusta og gæði             0 – 20%

Sé um að ræða viðbótarkaup, þ.e. kaup á vöru af tiltekinni tegund eða gerð inní tæknilegt umhverfi kaupanda sem er þegar til staðar, eða kaup á jafngildri vöru í tæknilegt umhverfi kaupanda sem er fyrir,  er að auki heimilt að taka tillit til skiptikostnaðar í aðra vörutegund sem þá hefur verði skilgreindur á grundvelli fjárhagslegs hagkvæmis. Jafnframt er heimilt að víkja frá þessum rammasamningi sé metið svo að skiptikostnaðar í aðra vörutegund sé ekki fjárhagslega hagkvæmur fyrir viðkomandi stofnun.

Aðrir skilmálar sem rammasamningsútboðið tekur til

Um aðra skilmála rammasamningsins um einstök kaup, hvort heldur er með beinum innkaupum eða með örútboðum, er vísað til útboðsgagna sem eru aðgengileg innskráðum notendum.

Heimilt er að gera ítarlegri kröfur í örútboðum til hæfis bjóðenda en fram kemur í útboðsgögnum um rammasamning í samræmi við eðli kaupa og málefnalegar ástæður.