Microsoft hugbúnaðarleyfi

RK 03.07 Microsoft hugbúnaðarleyfi

Samningur gildir til 31.8.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
RK 03.07 MS leyfi - Almennir endursöluaðilar Rammasamningsteymi 31.8.2019
RK 03.07 MS leyfi - LSP söluaðilar Rammasamningsteymi 31.8.2019

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 2. september 2017 og gildir í eitt ár. Samningi hefur verið framlengt og gildir til 31.8.2019

Rammasamningurinn er fyrir hönd aðila að rammasamningum ríkisins á samningstíma og tekur hann til kaupa/öflunar á almennum upplýsinga- og samskiptahugbúnaði frá Microsoft.  

Markmið með rammasamningi þessum er ná fram enn breiðari stuðning og þjónustu við aðila rammasamingskerfisins. Stórum kaupendum er hér gefinn kostur á að eiga við skipti við svonefnda LSP seljendur (Licencing Solution Partners) og þjónusta og stuðningur við smærri aðila eykst frá fyrri samningi.

Boðnum hugbúnaði er skipt í fimm eftirfarandi flokka:

1. Skrifstofuhugbúnaður:
a) MS Office Professional
b) MS Office Standard
c) Office365

4. Gagnasöfn:
a) MS SQL server
b) MS SQL client
2. Tölvupóstkerfi:
a) Exchange server
b) Exchange client
5. Annar hugbúnaður:
a) VISIO
b) MS Project
c) Skype
3. Stýrikerfi:
a) Windows server
b) Windows client
d) Visual Studios
e) Sharepoint
f) annað

Seljendur / Þjónustuaðilar

Almennir endursöluaðilar

Tilboð um þátttöku í rammasamningi með örútboðum sem almennir endursöluaðilar voru samþykkt frá eftirtöldum bjóðendum:

Advania ehf., Nýherja hf., Opnum kerfum hf., Sensa ehf. og Þekking -Tristan hf.

Samningsform sem almennir endurseljendur hafa heimild til að gera:

 • CSP (Cloud Solution Provider)
 • EDU (Educational - Almennir samningar innan skólasamfélagsins)
 • OPEN (Almennt samningsform sem jafnan miðast við 2 – 250 notendur (getur farið allt uppí 750 notendu með Open Licence Volume samningsforminu)
 • OPEN GOV (Almennt samningsform fyrir opinbera geirann)
(OPEN flokkurinn nær til bæði Open Licence samninga sem og Open License subcripion (OVS) samninga).

LSP (Licencing Solution Partners)

Tilboð um þátttöku í rammasamningi með örútboðum sem LSP (Licencing Solution Partners) söluaðilar voru samþykkt frá eftirtöldum bjóðendum: Advania Norden hf. og Crayon Iceland ehf.

Samningsform sem einungis Licence Solution Partners hafa heimild til að gera:

 • GOV (Government samningar)
 • ENT (Enterprise samningar)
 • EAS (Exchange Active Syn samningar)
 • EAS EDU (Exchange Active Sync – Educational, samningar innan skólasamfélagsins)
 • Camus (Háskólastofnanir)
 • MPSA (Microsoft Products & Servicing Agreements )

Hér er um mjög breiðan og öflugan hóp seljenda að ræða. Gerðar voru umfangsmiklar kröfur til aðila rammasamnings þessa, sem náðu bæði til þjónustugetu seljenda, sem og til vottunar og þekkingar á Microsoft hugbúnaðarlausnum.

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal viðhafa  örútboð um sín kaup innan rammasamnings annars vegar milli almennra endursöluaðila og hins vegar milli LSP söluaðila. Til þess má nota örútboðs- og fyrirspurnahnapp í síðu hvors undirflokks fyrir sig.

Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

 • Ákvæði um verð og verðbreytingar skulu fastsett með örútboðum.
 • Samningsverðum skal aðeins breytt að báðir samningsaðilar séu því samþykkir

Um örútboð

Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupandi leitar, með hæfilegum fyrirvara, skriflegra tilboða meðal tiltekinna rammasamningshafa um skilmála sem ekki hefur verið mælt fyrir um í viðkomandi rammasamningi og lýkur jafnan með samningi við þann bjóðanda sem leggur fram besta tilboðið á grundvelli hlutlægra viðmiðana sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins.

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings. Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:

 • Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
 • Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um er að ræða. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
 • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Framkvæmd örútboða og leyfilegar valforsendur

Kaup innan þessa samning verða framkvæmd í kjölfar örútboða.

Val á samningsaðila byggir alfarið á lægsta verði, þ.e. kaupandi mun kaupa leyfin af þeim bjóðanda sem býður lægsta heildarverð á þeim hugbúnaði sem tilgreindur var í örútboðinu.

Lækki markaðsverð (almennt verð hjá söluaðilum Microsoft á Íslandi á microsoft hugbúnaðarleyfum) sem um munar 15% er kaupanda heimilt að óska eftir breytingum á samningsverðum fra seljendum.

Sjá útboðsgögn á lokuðu svæði fyrir innskráða kaupendur.