Fjarskipti

RK 03.02 Síma- og fjarskiptaþjónusta

Samningur gildir til 28.2.2018

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 22. október 2013 og gildir í tvö ár, með möguleika á framlengingu. Samningi hefur nú verið framlengt um fjóra mánuði og gildir til 28.02.2018.

Markmið samningsins er að lækka fjarskiptakostnað og auka þjónustu opinberra fyrirtækja og stofnana, sem eru aðilar að rammasamningum ríkisins. Jafnframt er markmiðið að tryggja sem mest gæði og úrval fjarskiptaþjónustu fyrir aðila samningsins. Samið var um almennan afslátt af allri þjónustu sem fellur innan skilgreindra flokka.

Um er að ræða margvíslega þjónustu er varðar flutning á tali og gögnum um símalínu eða þráðlaus samskipti. Ennfremur tekur samningurinn til flutnings sem veittur er yfir, eða á, Internetið hvort sem um er að ræða aðgang að Internetinu eða vistun vefja og tengda þjónustu.

Samið var við fimm aðila um þjónustu í fjórum flokkum, sjá skiptingu í töflu hér að neðan:

  Nova Nýherji Símafélagið Síminn Vodafone
 Talsímaþjónusta X
 X X X
 FarsímaþjónustaX

 X X X
 Internetþjónusta X (aðeins farsímanet)
 X (án farsímanets)
 X X X
Gagnatengingar

 X X X X

Kaup í rammasamningi

Kaupandi getur keypt inn í rammasamningi á tvennan hátt:

1) Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð milli tilboða seljenda.

2) Ef heildarkaup bjóðanda fara yfir 1.500.000 kr á ári án vsk. í síma og fjarskipta þjónustu, skal kaupandi fara í örútboð innan rammasamnings milli þeirra aðila sem efnt geta samninginn. Samningur við seljanda skal ekki vera lengri en 4 ár, sbr. rammasamningur. Að þeim tíma loknum skal kaupandi fara í örútboð innan samnings.  

Um örútboð

Öll einstök kaup þar sem fyrirhuguð samningsfjárhæð er yfir eina og hálfa milljón króna án vsk., skulu boðin út innan rammasamningsins í svokölluðu örútboði. Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð.

Örútboð skulu eingöngu framkvæmd innan rammasamninga milli þeirra rammasamningsaðila sem efnt geta samninginn.

Örútboð getur farið fram hvort heldur með rafrænum hætti eða skriflegum. Þá er stutt lýsing á tilteknu verkefni send til rammasamningsaðila og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni (kaup), að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum.

Forsendur eru til staðar fyrir örútboði þegar einhver ákveðin skilyrði eða kjör eru ekki tiltekin innan rammasamningsins.

Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar tæknilegt og fjárhaglegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins.

 

Framkvæmd örútboða

Við val á tilboði í örútboði skulu kaupendur ganga út frá hagstæðasta tilboði skv. valforsendum örútboðsins að uppfylltum viðbótarkröfum til vöru og/eða þjónustu. Valforsendur sem bjóðandi getur stillt upp í örútboði eru meðal annars:

  • Verð (gildir 50-100%)
  • Gæði vöru og þjónustu, m.a. vottað gæðakerfi ( gildir 0-50%)
  • Frekari þjónusta/þjónustuþættir ( gildir 0-50%)
  • Þjónustustig, t.d. forgangsþjónusta ( gildir 0-50%)
  • Umhverfisskilyrði (gildir 0-50%)
Nánari leiðbeiningar um örútboð eru undir hagnýtt efni á vefnum
Seljandi Tengiliður Sími Fax
Nova ehf. Harald Pétursson 519 1000
Origo ehf. (áður Nýherji) Ottó F. Jóhannsson 516 1000
Símafélagið ehf. Friðrik Sturlaugsson 415 1500
Síminn hf. Jóhannes Pálmi Hinriksson 550 6000
Vodafone Reynir Leósson 599 9000
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda