Aðrir viðburðir

Húsgögn - vistvæn skilyrði

Boðin húsgögn í þessum samningum skulu standast nútímakröfur um útlit og gæði, vera hönnuð út frá vinnuvistfræðilegum forsendum og standast lágmarks umhverfisskilyrði.

 Allt plast og bólstur skal vera eldtefjandi en verður þó að vera án eldtefjandi efnanna PBDE, PBB og paraffín sem inniheldur klór.

Vefnaðarvara (textíll) á ekki að hafa verið meðhöndluð með eftirfarandi eldtefjandi efnum:

  • Eldtefjandi efni með halógenum eins og til dæmis PBB, PBDE og klórparaffín
  • Antimon
  • Kalíumhexafluorozirkonat
  • Kalíumhexafluorotitanat

Húsgögnin mega ekki innihalda plast sem blýi hefur verið bætt í og almennt skal taka skal tillit til umhverfisþátta við framleiðslu þeirra húsgagna sem boðin eru.  Allar umbúðir eiga að vera án PVC plasts.

Gert ráð fyrir að samningshafar bjóði vinnuvistvænar “ergonómískar” vörur.

Sýnilegir hlutar stáls skulu yfirborðsmeðhöndlaðir á vandaðan og viðurkenndan hátt, t.d. dufthúðaðir.

Varan á að vera laus við krómaða hluti með undantekningu fyrir smáhluti eins og til dæmis lamir, læsingar, skrúfur og fleira.

Vistvæn skilyrði af vinn.is

Gátlisti fyrir húsgögn

Veljið húsgögn sem eru vönduð, auðvelt að viðhalda og endast vel (í a.m.k. 10 ár). Vara með stuttan líftíma og/eða hönnun sem úreldist hratt leiðir til meiri auðlindanotkunar og óþarfa kostnaðar. Æskilegt er að kaupa vandaðri húsbúnað þó svo hann sé hugsanlega dýrari til skamms tíma ef viðhald er minna og lengri tími þar til að þarf að endurnýja húsgögnin. Óskið eftir upplýsingum um styrk og frágang þeirra hluta sem verða fyrir mestu álagi,t.d. áklæði, samsetningar og festingar og velið það sem hentar best í hverju tilfelli.

Veljið húsgögn sem fylgja upplýsingar um notkun og viðhald, s.s. varðandi þrif og viðgerðir. Gott viðhald tryggir langan líftíma húsgagnanna.

Veljið húsgögn sem eru í ábyrgð eða sem hægt er að fá varahluti í, helst í a.m.k 10 ár. Æskilegt er að hægt sé að gera við og/eða skipta um þann hluta húsgagnsins sem er úr sér genginn, í stað þess að kaupa allt nýtt. Sem dæmi að hægt sé að skipta um áklæði á stólum, eða borðplötu án mikillar fyrirhafnar.

Kannið hvort hægt sé að fá húsgögn sem eru umhverfismerkt. Hægt er að fá umhverfismerkt húsgögn, t.d. merkt með Svansmerkinu, s.s. skrifstofustóla, bólstruð húsgögn og stóla og hillur úr tré. Hafa ber í huga að ekki eru til Svansviðmið fyrir allar gerðir húsgagna og úrvalið á Íslandi er eins og er ekki mikið. Einnig er hægt að fá viðarhúsgögn sem merkt eru með FSC merkinu, til marks um að viðurinn í vörunni sé upprunninn í skógi sem nýttur er á sjálfbæran hátt.

Veljið húsgögn sem auðvelt er að endurvinna. Endurvinnsla er auðveldari ef varan er úr einsleitu efni (s.s. tré eða málmi). Ef varan er blanda af margvíslegum efnum á að vera auðvelt að aðskilja þau (t.d. plast frá málmi) til að auðvelda endurvinnslu.