Húsgögn

RK 04.01 Húsgögn

Samningur gildir til 30.4.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
RK 04.01 Húsgögn Flokkur 1 Almenn skrifstofuhúsgögn RS teymi - Vörur 30.4.2019
RK 04.01 Húsgögn Flokkur 2 Skólahúsgögn RS teymi - Vörur 30.4.2019
RK 04.01 Húsgögn Flokkur 3 Biðstofu-, kaffistofu- og mötuneytishúsgön RS teymi - Vörur 30.4.2019

Á döfinni

Rammasamningur um húsgögn tók gildi 8.5.2018 í kjölfar útboðs númer V20563 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.

Um samninginn - Vöru- og/eða þjónustuflokkar

Samningnum er skipt í þrjá flokka:

           1.    Almenn skrifstofuhúsgögn
          
Skrifborð, rafdrifin skrifborð, hliðarborð, vinnuborð, skúffuskápar, skrifborðsstólar, hljóðdempandi skilrúm, skjalaskápar, 
           geymsluskápar, fundarborð, fundarstólar, móttökuborð og hillur.

           2.    Skólahúsgögn
           Húsgögn fyrir öll skólastig, frá leikskóla til háskóla, kennslustofur, biðsali, leik- og frístundaherbergi, kennslurými,
           nemendaskápa og fleira.

           3.    Önnur húsgögn (s.s. biðstofu-, kaffistofu- og mötuneytishúsgögn m.a.)
          
Húsgögn fyrir ráðstefnusali, biðstofur, kaffistofur, mötuneyti, almennings- og tómstundarými auk annarra óupptalinna
           húsgagna.

Samningsverð eru þau tilboðsverð sem samþykkt hafa verið af Ríkiskaupum fyrir hönd kaupenda. Tilboðsverð, þ.e. nú samningsverð, voru boðin í tilteknar vörur í verðkörfu sem skilgreind var í útboðsgögnum og sett fram í tilboðsskrá. Þau tilboðsverð sem boðin voru í vörur í verðkörfu eru fastsett verð með verðbreytingarþáttum.

Samningsverð fela einnig í sér fastan prósenntu afslátt á öðru vöruúrvali seljanda í umsömdum flokkum húsgagna, umfram það sem var valið í fyrirfram skilgreinda verðkörfu.

Heimilt er að kaupa 10% utan rammasamnings. Undanskilin þessum samningi eru kaup á húsgögnum sem ekki eru hluti af stöðluðu framboði samningsaðila og eða eru sérsmíði ýmiss konar. Ef um viðbótarkaup þ.e. kaup á vöru af tiltekinni tegund eða gerð sem fellur að umhverfi kaupanda sem er þegar til staðar, eða kaup á vörulínu sem kaupandi er með fyrir, er heimilt að víkja frá þessum rammasamningi sé metið svo að skiptikostnaðar í aðra vörutegund sé ekki fjárhagslega hagkvæmur fyrir viðkomandi stofnun.

Seljendur / þjónustuaðilar

Seljendum er raðað í hagkvæmnisröð.

Flokkur 1 Almenn skrifstofuhúsgögn:

 1. Sýrusson hönnunarstofa ehf
 2. Penninn ehf                                         
 3. Hirzlan ehf                                       
 4. Egilsson ehf, A4                                  

Flokkur 2 Skólahúsgögn:

 1. Sýrusson hönnunarstofa ehf         
 2. Nýform húsgagnaverslun               
 3. Bústoð ehf
 4. Penninn ehf                                       

Flokkur 3 Önnur húsgögn:

 1. Penninn ehf                                        
 2. Sýrusson hönnunarstofa ehf        
 3. Hirzlan ehf                                             
 4. Axis-húsgögn ehf

Kaupendur innan rammasamnings

Aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa eru stofnanir og fyrirtæki ríkisins, sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar skv. 3. gr. OIL. Á heimasíðu Ríkiskaupa má finna lista yfir aðila að rammasamningum ríkisins: http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/askrifendur-rammasamninga/

Isavia er ekki aðili að þessum samningi skv. breytingu 3 í fyrirspurnum og svörum.

Kaup innan rammasamnings

Verðmæti undir 100.000 kr. m. vsk

Kaupanda er heimilt með beinum kaupum að versla við þann aðila rammasamnings sem er kaupanda næstur á grundvelli kostnaðarhagkvæmni. Slík kaup eru eingöngu heimil þegar ljóst er að upphæð þeirra eru svo óveruleg og fjarlægð milli kaupanda og þess aðila sem býður uppá hagstæðustu kjörin er slík að réttlætanlegt er að leita til þess aðila innan rammasamnings sem er nálægastur starfstöð kaupanda óháð hagkvæmnisröðun seljenda innan samnings.

Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan hvers almanaksmánaðar


Verðmæti undir 1.000.000,- króna m. vsk.

Kaupandi mun leita til fyrsta birgja í umsömdum vöruflokk. Kaupanda er við kaupákvörðun heimilt að taka tillit til og meta til hagkvæmni kaupa, tiltekna þjónustu, gæði, útlit þ.m.t. lit og form, afhendingu og afgreiðslu. Geti skilgreindur fyrsti birgi ekki útvegað samningsvöru skal kaupandi snúa sér að þeim birgja sem skoraði næst hæst samkvæmt valforsendum rammasamnings og svo koll af kolli.

Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan hvers almanaksmánaðar

Tilboð um verð vegna einstakra kaupa, þar sem ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram, skulu fengin með verðsamkeppni í örútboðum meðal samningsaðila til að tryggja virka samkeppni á samningstíma.


Verðmæti yfir 1.000.000 kr. m. vsk

Fari einstök kaup yfir kr. 1.000.000,- með vsk., skal efna til örútboðs milli allra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Vistvæn skilyrði og samfélagslegar kröfur

Vörur seljenda skulu uppfylla eftirfarandi vistvæn skilyrði:

1. Plasthlutar

Allir plasthlutar sem eru ≥ 50g skulu vera merktir plastmerki samkvæmt ISO 11469 eða sambærilegum staðli. Þá skulu plasthlutar ekki innihalda önnur viðbætt efni sem gætu hindrað endurvinnslu þeirra.

Þessu til staðfestingar skulu bjóðendur leggja fram lýsingu á plastefninu í vörunum og magn þess, sem og hvernig plastefnið er merkt og hvort það er áfast öðrum efnum. Sé varan vottuð með viðurkenndu umhverfismerki (Tegund I), svo sem norræna Svaninum eða Evrópublóminu, er viðmiðið uppfyllt.

2. Klæðning/yfirborð á viði, plasti eða/og málmhlutum

Klæðning/yfirborð vöru skal ekki innihalda: 

 • Hættuleg efni sem hafa verið flokkuð samkvæmt tilskipun 1999/45/EC sem krabbameinsvaldandi (H40, H45, H49), geta dregið úr frjósemi (H60, H61,H62, H63), stökkbreytivaldandi (H46), eitruð (H23, H24, H25, H26, H27, H28, H51), ofnæmisvaldandi við innöndun (H42), hættulegu umhverfinu (H50, H50/53,H51/53, H52, H52/52, H53) eða, geta valdið arfgengum skaða (H46).
 • Aziridine
 • Króm (VI) efnasambönd.

Þessu til staðfestingar skulu bjóðendur leggja fram skrá eða yfirlit yfir öll efni sem notuð eru til yfirborðmeðferðar á efnivið húsgagnanna, sem og öryggisblöð efnanna eða svipuð gögn sem sýna fram á að ofangreind viðmið séu uppfyllt. Sé varan vottuð með viðurkenndu umhverfismerki (Tegund I), svo sem norræna Svaninum eða Evrópublóminu, er viðmiðið uppfyllt.

3. Umbúðaefni

Umbúðir (að merkingum meðtöldum) skulu ekki innihalda pólývínylklóríð (PVC) eða plastefni úr tegundum klóraðra efna.

Þessu til staðfestingar skal bjóðandi leggja fram undirritaða yfirlýsingu þar að lútandi.

Leggi bjóðandi fram upplýsingar þess efnis að vörur hans séu vottaðar með viðurkenndu umhverfismerki, s.s. norræna Svaninum eða Evrópu blóminu, teljast umhverfisskilyrði uppfyllt.

Aðrir skilmálar sem rammasamningsútboðið tekur til

Eftirfarandi þjónusta er í boði hjá samningsaðilum:

 • Seljandi skal hafa minnst 2 ára ábyrgð á samningsvöru og hafa starfsfólk og viðgerðarþjónustu til að sinna ábyrgðarþjónustu.
 • Seljandi skal bjóða upp á samsetningu og stillingar á boðinni vöru fyrir kaupanda.
 • Seljandi skal vera með virka heimasíðu með ítarlegum upplýsingum um boðnar vörur s.s. verð hennar, stærð, lit, efnivið, umhverfisvottun ofl. auk verðlista.
 • Seljandi skal sýna boðna vöru sé þess óskað og hafa sölustað/sýningaraðstöðu til þess á Íslandi.
 • Seljandi skal bjóða upp á heimsendingu keyptrar vöru.
 • Seljandi skal veita kaupendum faglega ráðgjöf um mögulegar lausnir.
 • Seljandi skal hirða umbúðir hjá kaupanda endurgjaldslaust.

Verðbreytingar:

Viðmiðunar- eða grunngengi við undirritun samnings er tollgengi 14.02.2018 (opnunardagur) og launavísitala janúar 2018. Verðbreytingar geta átt sér stað ef samanlagt nái 50% breyting á gengi EUR og 50% breyting á launavísitölu frá viðmiðunardagsetningu +/- 5% breytingu. Báðum aðilum verður heimilt að óska eftir leiðréttingu á samningsverði í íslenskum krónum.
Ríkiskaup áskilja sér rétt til að endurraða birgjum í hagkvæmnisröð sbr. kafla 3 og 6.3 í útboðsgögnum, leiði verðbreytingar á samningstíma til annarra raðar en upphaflega var samið um.

Breytist meðaltollgengi mánaðarins miðað við gildandi grunngengi meira en sem nemur +/- 5% (fimm af hundraði) þá er báðum aðilum heimilt að óska eftir leiðréttingu á samningsverði í íslenskum krónum.

Leiðrétta samningsverðið myndar nýja viðmiðun eða grunn fyrir verðbreytingar í samningnum.

Samningsverð er því aðeins breytt að báðir samningsaðilar séu því samþykkir.

Valforsendur örútboða:

Í örútboði má setja fram eftirfarandi valforsendur og vægi;

 • Verð                                                 50-100%
 • Aukin þjónusta                                     0-50%
 • Aukin umhverfisskilyrði                        0-50%
 • Gæðavottanir vöru eða þjónustu         0-50%
 • Gæði vöru                                             0-50%
 • Útlit, s.s. litur, form osfrv.                      0-50%
 • Afgreiðslu- og afhendingartími             0-50%

Athugið að allt vöruúrval bjóðenda liggja undir, ekki einungis þær vörur sem fram komu í tilboðsskrá.