Prentun

RK 02.02 Prentun

Samningur gildir til 30.11.2018

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Nýr rammasamningur um prentun tók gildi 21.11.2014 og gildir í tvö ár með framlengingarákvæði 2 sinnum eitt ár í senn.
ATH Samningur hefur verið framlengdur og gildir til 30.11.2018.

Kaupendur athugið!

Seljendur eiga ekki að halda eftir umsýsluþóknun í rammasamningum frá 1.1.2017. Ykkar kjör eiga því að batna sem því nemur. Umsýsluþóknun í þessum samningi var 1%.
Virkt verðeftilit skilar árangri.

Athugið að samningurinn tekur EKKI til endurprentunar, prentunar á önnur efni en pappír eða prentunar á límmiðum.
Samið var um nýprentun eftirfarandi þjónustuflokka:

1.      Skrifstofuvörur (bréfsefni, umslög, nafnspjöld o.fl.)

2.      Bækur og skýrslur (ársskýrslur, rannsóknarskýrslur, bækur o.fl.)

3.      Kynningarefni (veggspjöld, bæklingar o.fl.)

Þeir prentgripir sem tilgreindir eru í hverjum flokki eru aðeins listi yfir algengustu prentgripi sem fyrirhugað er að kaupa hjá seljendum.  Eðli málsins samkvæmt getur listinn hvorki verið tæmandi yfir prentgripi né tekið nákvæmlega til núverandi vöru-/þjónustuúrvals mismunandi seljenda. Þá getur samsetning og framboð þjónustuflokka og prentgripa innan flokka breyst á samningstíma. Því er gerð sú krafa til seljenda að þeir haldi kaupendum upplýstum um breytingar á þjónustu. Kaupendur áskilja sér rétt til þess á samningstíma að kaupa þá prentun og það magn sem endurspeglar þarfir þeirra og óskir á hverjum tíma.

Allir seljendur þessa rammasamnings eru aðilar að öllum þremur flokkum útboðsins.

ATH:
Oddi starfi nú undir kennitölu móðurfélagsins og beri heitið Oddi, prentun og umbúðir ehf. Kt: 701205-3240

Vistvænar kröfur

Stuðst var við „ Umhverfisskilyrði prentþjónustu“ á VINN.is og gerð krafa um umhverfisvottun.

Eftirfarandi aðilar eru handhafar Svansvottunar við gildistöku samnings:
Ísafoldarprentsmiðja, Litróf prentsmiðja, Prentsmiðjan Oddi, Svansprent ehf og Umslag ehf

Prenttækni hefur lokið Svansvottun sbr: http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/02/22/Thritugasta-Svansleyfid-veitt-a-Islandi-Prenttaekni-faer-Svansvottun-/

Allir aðilar samnings hafa lokið sinni Svansvottun!

Kaup í rammasamningi

Kaup í rammasamningi fara fram með tvennum hætti:

1.      Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsverði seljenda.

2.      Fari einstök kaup eða samningsfjárhæð yfir 500 þúsund kr. (án vsk.) á samningstíma skulu kaupin boðin út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamningshafa sem efnt geta samninginn. Örútboð má einnig viðhafa við kaup undir áðurnefndri viðmiðunarfjárhæð.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum sem fyrirhuga kaup á samskonar vöru eða þjónustu er heimilt að fara í  sameiginlegt örútboð.  Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðnu teknar saman sem ein innkaup.  Jafnframt er skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta.  Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammsamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu.  Markmið með slíkum sameiginlegum kaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Nánar um örútboð

Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupandi leitar tilboða meðal allra rammasamningshafa sem efnt geta samninginn þar sem kveðið er nánar á um verkefnið og óskað eftir tilboðum í tiltekin atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð. Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar auknar tæknilegar og/eða fjárhagslegar kröfur eftir eðli og umfangi verkefnisins.

Örútboð getur farið fram hvort heldur með rafrænum hætti eða skriflegum. Kaupandi tekur saman stutta samantekt á fyrirhuguðu verkefni. Þar skal verkefnið skilgreint, umfang þess, hvaða þjónustu það felur í sér, hvaða kröfur eru gerðar til gæða og faglegrar þekkingar bjóðenda. Samantektin er síðan send til seljenda í rammasamningnum og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni, að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum. Góð regla er að nota hnappinn á vefsvæði rammasamningsins á heimasíðu Ríkiskaupa en þannig er öruggt að örútboðslýsingin/gögnin fari til allra seljenda í samningnum.

Forsendur sem kaupendur geta m.a.  sett fram í matslíkani örútboðs eru

·        Fast verð eða hámarksverð                                (0-100%)
·       
Þjónustugeta                                                       (0-50%)
·       
Viðbragðstími                                                       (0-50%)
·       
Afgreiðslutími                                                       (0-50%)
·       
Afhending                                                            (0-50%)
·       
Pökkunargeta                                                      (0-50%)
·       
Talning prentverka í pakka                                   (0-50%)
·       
Bakgrunnsskoðun                                                 (0-50%)
·       
Öryggisvarsla / -gæsla                                          (0-50%)
·       
Hraðþjónusta                                                         (0-50%)
·       
Blindraletursprentun                                             (0-50%)
·       
Fyrri verkefni og/eða umsagnir um þau                (0-50%)
·       
Staðsetning prentsmiðju                                       (0-50%)
·       
Umhverfisskilyrði                                                   (0-50%)
·       
Sérþekking                                                            (0-50%)
·       
Vél- og tæknibúnaður                                            (0-50%)
·       
Lagerstaða                                                            (0-50%)
·       
Annað                                                                    (0-50%)

 Athugið að listinn er ekki tæmandi.

Fyrir hvern verð-, þjónustu – og/eða gæðaþátt sem óskað er eftir skulu gefin fyrirfram ákveðin stig til einkunnar (prósenta) þannig að bjóðanda í örútboði sé við tilboðsgerð ljóst hvaða einkunn hver þáttur fær í matslíkani.

Seljandi Tengiliður Sími Fax
Ísafoldarprentsmiðja Brynja Þorvaldsdóttir 595 0300 595 0301
Litlaprent ehf. Garðar Jónsson 540 1800 540 1801
Litróf prentsmiðja Konráð Jónsson 563 6000
Oddi Prentun og umbúðir Jón Trausti Harðarson 515 5000
Pixel ehf. Ingi Hlynur Sævarsson 575 2700
Prenttækni ehf. Viðar Erlingsson 554 4260
Svansprent ehf. Sverrir Hauksson 510 2700
Umslag ehf. Sölvi Sveinbjörnsson 533 5252
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda