Prentun

RK 02.02 Prentun

Samningur gildir til 3.2.2021

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Nýr samningur um prentun tók gildi 4. febrúar 2019 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samningur er gerður í kjölfar útboðs nr. 20736. Samið var á grundvelli lægsta verðs í tilgreinda tilboðsskrá við fjóra  seljendur í flokkum a) og b) (fjóra seljendur í hvorum flokki fyrir sig) og við 11 seljendur í flokki c). 

Kaupendur athugið!

Seljendur eiga ekki að halda eftir umsýsluþóknun í rammasamningum frá 1.1.2017. Ykkar kjör eiga því að batna sem því nemur. Umsýsluþóknun í þessum samningi var 1%.
Virkt verðeftilit skilar árangri.

Vöruflokkar og seljendur / þjónustuaðilar

Samningnum er skipt í þrjá  flokka og eftirfarandi seljendur eru í hverjum flokki fyrir sig;

Flokkur a); Skrifstofuvörur; bréfsefni, umslög og nafnspjöld
Umslag
Svansprent
Litlaprent
Litróf

Flokkur b); Skýrslur og bæklingar
Litlaprent
Héraðsprent
Oddi
Prenttækni

Flokkur c; Bækur, kiljur, plaköt og þær vörur skrifstofuvörur, skýrslur og bæklingar (í flokkum A og B) sem ekki eru tilgreindar í tilboðsskrá.
Svansprent
Ásprent Stíll
Litróf
Prentmiðlun
Prenttækni
Prentmet
Ísafoldaprentsmiðja
Oddi
Litlaprent
Pixel
Guðjón Ó


Vistvænar kröfur

Stuðst var við „ Umhverfisskilyrði prentþjónustu“ á VINN.is og gerð krafa um umhverfisvottun.

Eftirfarandi aðilar eru handhafar Svansvottunar við gildistöku samnings:
Ísafoldarprentsmiðja, Litróf prentsmiðja, Prentsmiðjan Oddi, Svansprent ehf og Umslag ehf

Prenttækni hefur lokið Svansvottun sbr: http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/02/22/Thritugasta-Svansleyfid-veitt-a-Islandi-Prenttaekni-faer-Svansvottun-/

Allir aðilar samnings hafa lokið sinni Svansvottun!

Kaup í rammasamningi

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

Flokkar A og B;

Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum og boðið var í verðkörfu útboðsins og gildir það jafnframt um kaup að sambærilegum verkefnum að eðli og umfangi enda grundvallast þau kaup á þeim kjörum sem boðin voru. Kaupanda er við kaupákvörðun heimilt að taka tillit til og meta hagkvæmni kaupa, afhendingakostnað, heildarverð með flutningskostnaði, tiltekna þjónustu, gæði, afhendingu og afgreiðslu.  Ávallt skal gera hagstæðustu kaup innan samnings.

Í þeim tilvikum sem skilmálar rammasamningsins eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa allra flokka útboðsins sem efnt geta samninginn, eftir atvikum eftir að ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram varðandi t.d. magn, ítarlegri tæknikröfur, tímabil afhendinga og eða afhendingaskilmála, í samræmi við reglur um örútboð.

Falli fyrirhuguð einstök kaup ekki undir lýsingu vara í flokkum útboðsins skal kaupandi ávallt viðhaft örútboð.

Flokkur C;

Ávallt skal viðhafa örútboð milli þeirra samningshafa sem efnt geta samninginn.

Örútboð

Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur: 

a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.

b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.

c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.

d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.


Seljandi Tengiliður Sími Fax
Ísafoldarprentsmiðja Brynja Þorvaldsdóttir 595 0300 595 0301
Litlaprent ehf. Garðar Jónsson 540 1800 540 1801
Litróf prentsmiðja Konráð Jónsson 563 6000
Oddi Prentun og umbúðir Marteinn Jónasson 515 5000
Pixel ehf. Ingi Hlynur Sævarsson 575 2700
Prenttækni ehf. Viðar Erlingsson 554 4260
Svansprent ehf. Sverrir Hauksson 510 2700
Umslag ehf. Sölvi Sveinbjörnsson 533 5252
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda