Skrifstofuvörur og ljósritunarpappír

RK 02.01 Skrifstofuvörur og ljósritunarpappí­r

Samningur gildir til 17.8.2017

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Kaupendur athugið!

Seljendur eiga ekki að halda eftir umsýsluþóknun í rammasamningum frá 1.1.2017. Ykkar kjör eiga því að batna sem því nemur. Umsýsluþóknun í þessum samningi var 2%.
Virkt verðeftilit skilar árangri.

Nýr samningur tók gildi 17. maí 2013 og gildir í tvö ár. Samningnum hefur verið framlengt til 17.05.2017.

Samið var við aðila sem annarsvegar bjóða bæði skrifstofur og ljósritunarpappír og hins vegar við aðila sem bjóða eingöngu ljósritunarpappír.

Í ljósritunarpappírnum var beðið um annarsvegar einingaverð pr. kassa í smáinnkaupum og hins vegar einingaverð pr. kbretti í magn innkaupum. Þá var einnig samið sérstaklega um sendingarkostnað fyrir pantanir undir kr. 25.000,-

Samið var við A4, Hvítlist, Odda, Optíma, Pennann og Rekstrarvörur. 

Viðskiptavinir athugið:
Oddi starfi nú undir kennitölu móðurfélagsins og beri heitið Oddi, prentun og umbúðir ehf. Kt: 701205-3240

Samið hefur verið við Múlalund frá 5. september 2013 til viðbótar hinum fimm aðilum á grundvelli ákvæðis um verndaða vinnustaði.
Í rammasamningi ríkisins um skrifstofuvörur og ljósritunarpappír var útboðinu skipt upp í þrjá flokka. Í flokk þrjú gátu verndaðir vinnustaðir boðið sem eru með skrifstofuvörur og/eða ljósritunarappír. Þar sem ekkert tilboð barst í þann flokk, hafa Ríkiskaup nýtt þá heimild að beita a lið 1. mgr. 33. gr. OIL: "33. gr. Samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar.

Ríkiskaup miðuðu útboðið við áætlun um verndaða vinnustaði þar sem flestir starfsmenn eru fatlaðir þannig að þeir geta ekki sinnt starfi á venjulegum vinnumarkaði vegna starfsorkuskerðingar skv. 18. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. 19. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga.

Þegar send er verðkönnun / örútboð á seljendur á vefnum hér fyrir neðan þarf að taka skýrt fram að seljendum sé eingöngu heimilt að senda inn verð eða tilboð í þá vöruflokka sem, þeir eru með samning um!

Vistvænar vörur

Allur pappír sem boðinn er í rammasamningnum uppfyllir umhverfisskilyrði sem birt eru á  www.vinn.is.
Nánari upplýsingar um boðinn pappír er að finna hjá söluaðilum.

Gerð var krafa á samningsaðila að bjóða upp á að hluta til umhverfismerktar skrifstofuvörur.

Þær umhverfismerktu skrifstofuvörur sem allir seljendur í flokki 1 bjóða að lágmarki eru:

  • Bréfabindi, Kúlupennar, Áherslupennar og töflutússpennar.
Aðrar umhverfismerktar skrifstofuvörur sem seljendur bjóða upp á eru:

  • Minnismiðar, vinnubækur, skýrslublokkir, skrifblokkir, kínakladdi, límmiðar og umslög

Það er mikilvægt að kaupendur kynni sér úrval umhverfismerktra vara hjá seljendum í skrifstofuvörum. Það má t.d. gera með því að nota fyrirspurnarhnappinn hér neðst á síðunni til að óska eftir lista yfir þær vörur.

Kaup innan samnings:

Kaupandi getur valið að versla innan rammasamnings á eftirfarandi hátt:

1) Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningum. Við bein kaup á almennu skrifstofuvörum í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð milli seljenda á þeim þáttum fyrirhugaðra kaupa sem kunnu að hafa breyst á samningstíma. Með beinum kaupum á ljósritunarpappír skal kaupandi velja lægsta verð með tilliti til gæða pappírsins að þeim kosti að seljandi uppfylli kröfur annars næst lægsta verð o.s.frv.

2) Með örútboði innan samnings. Fari einstök kaup á yfir 250.000 skal kaupandi fara í örútboð innan rammasamnings milli þeirra aðila sem efnt geta samninginn.

Örútboð:
Í örútboðum í þessum rammasamning geta bjóðendur sett saman verðkörfu og samið í tiltekinn tíma (dæmi 6-12 mán.) eða ef að kaupandi er að fara að gera ein stór kaup. Þau atriði sem bjóðandi getur gert ríkari kröfur á örútboði eru:
·    Verð
·    Gæði vöru
·    Þjónustu
·    Umhverfisvænar vörur
Þegar talað er um að bjóðandi getur sett saman verðkörfu í örútboð og samið í tiltekinn tíma er átt við að kaupandi greini þarfir sínar á skrifstofuvörum næstu 6 mánuði, fari í örútboð og semji við þann birgja sem bjóði hagstæðstu kaupin skv. matslíkani sem bjóðandi setur fram í örútboðinu. Kaupendur geta haft samband við Ríkiskaup til að fá nánari upplýsingar um örútboð.

Tilboð seljenda

Hér má finna mánaðartilboð A4 sem gildir í desember 2016 og búnaðarblaðið sem gildir til 19 desember 2016.

A4 leggja upp úr því að viðskiptavinir getir nálgast fyrirtækið á þann hátt sem þeim hentar best.

Fáðu reglulega heimsókn söluráðgjafa sem fyllir á vörubirgðir og eða tekur niður pantanir 

Hafðu samband við söluverið þeirra í síma 580 0000 eða sendu tölvupóst á panta@a4.is
Opnunartími söluvers er frá kl. 8–17 alla virka daga.
Pantaðu í gegnum vefverslun sem er opin allan sólahringinn eða kíktu við í verslunum A4, sjá nánar á
www.a4.is


Hér má finna tilboðsbækling Rekstrarvara með tilboðum sem gilda í ágúst og september 2016.

Vefverslun Rekstrarvara á www.rv.is er opin allan sólarhringinn. Þar er einfalt, þægilegt og öruggt að versla, á þeim tíma sem hentar viðskiptavinum og sparar tíma. Við innskráningu sér viðskiptavinur verðin sín, t.d. rammasamningsverð.


Seljandi Tengiliður Sími Fax
Egilsson / A4 ehf. Örlygur Auðunsson 580 0000
Hvítlist Kristín Michelsen 569 1900
Múlalundur Helgi Kristófersson 420 4100
Optima hf. Hildur Birna Gunnarsdóttir 588 9000
Penninn á Íslandi ehf. Jóhann Gunnarsson 540 2000
Prentsmiðjan Oddi hf. Stefán Hjaltalín 515 5000
Rekstrarvörur hf. Kristbjörn Jónsson 520 6666
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda