Starfsmannafatnaður

RK 15.01 Starfsmannafatnaður

Samningur gildir til 28.2.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 1. mars 2016 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.
Samningi hefur verið framlengt einu sinni og gildir til 28.2.2019

Í þessum samningi er að finna margvíslegan starfsmannafatnað s.s. kulda- og regnfatnað, prjón- og flísfatnað, ófóðraðan vinnufatnað og öryggisfatnað, húfur og vettlinga og skófatnað s.s. öryggisskó auk matreiðslufatnaðarog fínni fatnaðar s.s. skyrtur jakkar, buxur, bindi ofl. Undir þennan samning fellur einnig einkennisfatnaður af ýmsu tagi auk þess sem samið var um tímagjald vegna viðgerða og sérmerkingar.

Um er að ræða afsláttarsamning sem skiptist í eftirfarandi flokka:

1 Almennur fatnaður og vinnufatnaður2 Einkennis-fatnaður
3 Öryggisfatnaður og persónuhlífar4 Útivistar-fatnaður
5 Skór og fylgihlutir 

Fóðraður og ófóðraður vinnufatnaður með og án endurskins s.s. sloppar, úlpur, vesti, samfestingar, jakkar,  buxur, bolir, skyrtur, peysur, flíspeysur og fl.

Heilbrigðisþjónustu- fatnaður s.s. sloppar, mussur, svuntur, buxur og sokkar

Matreiðslu- og framreiðslufatnaður ýmiss konar s.s. jakkar, buxur, svuntur, húfur hanskar og skór

Einkennisfatnaður ýmiss konar s.s. bolir, skyrtur, peysur, frakkar, jakkar, buxur, jakkaföt, kjólar, pils og húfur.


Vinnubuxur, -jakkar og -úlpur, samfestingar, regnfatnaður, öryggisskór, hitaþolnir öryggisskór, öryggisstígvél, flotgallar, vinnuvesti (endurskin), peysur, slökkviliðsfatnaður ýmiss konar, eldtefjandi fatnaður, sjófatnaður ýmiss konar.


Flísfatnaður, nærfatnaður, rjónapeysur, léttir jakkar og buxur, marglaga jakkar og buxur, vatns- og vindheldur fatnaður, dúnfatnaður og regnfatnaður.


Gönguskór, leðurskór, inniskór, gúmmístígvél, vettlingar og hanskar, sjóvettlingar, húfur og höfuðföt ýmiss konar, sokkar. sokkabuxur, bindi, slæður og belti.

Athugið að taflan sýnir ekki tæmanda lista.

Kaupendur innan rammasamnings

Landspítali háskólasjúkrahús, Sjúkrahús Akureyrar og  Ríkislögreglustjóri eru ekki aðilar að þessum samningi. Að öðru leiti er vísað til kennitölulista á vef Ríkiskaupa.

http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/askrifendur-rammasamninga/

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamning skv. eftirfarandi:

a. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreind í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja fjárhagslega hagkvæmasta boðið.

b. Fari einstök kaup eða samningsfjárhæð yfir 500.000,- kr. (með vsk.) á samningstíma skulu kaupin boðin út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð að því gefnu að fyrirhuguð heildarinnkaup fari yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðniu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammsamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningnum.

Framkvæmd örútboðs

Ef einstök kaup fara yfir 500.000,- kr. (með vsk.) skal bjóða kaupin út í örútboði. Forsendur sem kaupendur geta sett fram í matslíkani örútboðs eru:

 • Verð eða hámarksverð (0-100%)
 • Magn (0-100%)
 • Útlit, efni, mat á þægindum, þjálni og öðrum notkunareiginleikum fatnaðar (0-50%)
 • Afhendingartími (0-25%)

Kaupendur geta nýtt sér bláa takkan hér fyrir neðan til að senda inn fyrirspurnir eða örútboð af vef Ríkiskaupa við innkaupin. Þeir skilgreina þær valforsendur sem liggja til grundvallar og gefa hverri valforsendu vægi.

Passa þarf að taka fram að eingöngu sé boðið í þá flokka sem seljendur buðu í rammasamningsútboðinu.

Kaupandi lýsir vöru (tækniforskriftir) á þann hátt að fram koma þeir eiginleikar sem varan skal uppfylla t.d. vatnsheldni, vindheldni, tegund efnis, litur efnis, gerðir rennilása (vatnsheldir t.d.), gerðir og staðsetningar vasa, endurskin, teygjur, snúrugöng, hetta, kragi, fóður, öndunareiginleikar, slitþol, snið, hankar, hnappar, franskir rennilásar, stroff, uppábrot o.s.frv.

Tilboð frá seljendum / þjónustuaðilum

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Hér birta Ríkiskaup þau tilboð og annað efni sem varðar samninginn sem  berst frá seljendum.

Skilmálar samnings

Vistvæn skilyrði og samfélagslegar kröfur

Óskað var eftir staðfestingu frá bjóðendum um framboð á vörum sem uppfylla grunnviðmið umhverfisskilyrða fyrir vefnaðarvöru. Ekki er gerð krafa um að allir bjóðendur uppfylli þessi grunnviðmið.

Einnig var óskað eftir staðfestingu frá bjóðendum um framboð á vörum sem eru að hluta til eða í heild framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull eða öðrum náttúrulegum trefjum eða endurunnum trefjum eins og skilgreint er í „Umhverfisskilyrðum vefnaðarvöru“ á vef vistvænna innkaupa vinn.is.

Vöruframboð seljenda skv. ofangreindum skilyrðum má sjá í meðfylgjandi töflu:

 
Seljandi
Býður vörur sem uppfylla
grunnviðmið umhverfisskilyrða
fyrir vefnaðarvöru
Býður vörur sem eru að hluta til eða í heild framleiddar
úr lífrænt ræktaðri bómull eða öðrum náttúrulegum
trefjum eða endurunnum trefjum
 66° Norður
  
 Batik JÁ JÁ
 Bauhaus  
Dynjandi


Ísfell


Johan Rönning / Hebron


KH vinnuföt


Martex


N1


Rekstrarvörur


Taiga


Viking


Würth


Aðrir skilmálar sem rammasamningsútboðið tekur til

Persónulegt hæfi til bjóðenda

Þátttakandi eða bjóðandi sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir eftirtalin afbrot skal útilokaður frá gerð opinbers samnings:

 • þátttöku í skipulögðum brotasamtökum,
 • spillingu,
 • sviksemi og
 • peningaþvætti.

Heimilt er að útiloka fyrirtæki frá opinberum samningi þegar eitthvað af eftirfarandi atriðum á við:

 • Bú fyrirtækis er undir gjaldþrotaskiptum eða félagi hefur verið slitið, það hefur fengið heimild til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
 • Óskað hefur verið gjaldþrotaskipta eða slita á fyrirtæki, það hefur leitað heimildar til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
 • Fyrirtæki hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
 • Fyrirtæki hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
 • Fyrirtæki er í vanskilum með lífeyrissjóðsiðgjöld eða sambærileg lögákveðin gjöld.
 • Fyrirtæki er í vanskilum með opinber gjöld eða sambærileg lögákveðin gjöld.
 • Fyrirtæki hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.

Fjárhagslegt hæfi bjóðenda

Fjárhagsstaða bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart kaupanda, sbr. 49. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.

Tæknilegar kröfur til bjóðenda

 • Gerð er krafa um að bjóðandi hafi hið minnsta 3ja ára reynslu af sölu á boðnum flokki starfsmannafatnaðar eins og hann er skilgreindur í útboði þessu.
 • Gerð er krafa um að bjóðandi hafi á síðastliðnum 3 árum selt sambærilega vöru og þjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.
 • Efndir samninga. Bjóðandi skal skila inn lista yfir 10 stærstu viðskiptavini sína árið 2015. Þessu til staðfestingar áskilja Ríkiskaup sér rétt til að leita til nefndra viðskiptavina vegna efnda samninga.
 • Gerð er krafa um að bjóðandi hafi þjónustugetu til að selja, dreifa og afhenda vörur og þjónustu sem skilgreindar eru í útboði þessu.
 • Boðin vara skal vera lager- eða söluvara bjóðanda.
 • Bjóðandi skal tryggja dreifingu og afhendingu boðinna vara hvar sem er á landinu. Sjá kafla 3.3. Bjóðandi skal leggja fram lýsingu með hvaða hætti hann fyrirhugar að dreifa vörunni og afhenda hana, sjá tilboðsblað B.1 í tilboðshefti. Bjóðandi staðfestir þetta með undirskrift sinni.
 • Bjóðandi skal halda úti vefsíðu þar sem kaupendur geta nálgast upplýsingar um vöruúrval.

Persónuhlífar/öryggisfatnaður skulu uppfylla grunnkröfur um heilsu og öryggi eins og þeim er lýst í tilskipun Evrópusambandsins nr. 686/89/EB um samræmingu laga aðildarríkja um persónuhlífar, vera CE-merktar og þeim skulu fylgja leiðbeiningar á íslensku, sjá einnig vef Vinnueftirlitsins.


Seljandi Tengiliður Sími Fax
66° Norður Guðrún Valtýsdóttir 535 6600
Batik ehf. Elías Sigurðsson 557 2200
Bauhaus Einar Ingason 515 0800
Dynjandi ehf. Sigurður Ingi Guðmundsson 588-5080
Ísfell ehf. Ásgeir Örn Ásgeirson 520 0500
Johan Rönning hf. Lúðvík Berg Ægisson 520 0800
KH vinnuföt Sigurður Guðjónsson 615 6800
Martex ehf. Markús Ö Þórarinsson 414 8400
N1 Hf. Davíð Hermannsson 440 1000
Rekstrarvörur hf. Kristbjörn Jónsson 520 6666
Taiga AB Oskar Claesson +46 340 666 900
Viking Einar Haraldsson 544 2270
Würth Ásgeir Sigurðsson 530 2022
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda