Aðrir viðburðir

Hreinlætisvörur - vistvæn skilyrði

Í þessu útboði var stuðst við ný umhverfisskilyrði sem tekin voru upp í október 2010.

Ríkiskaup áskilja sér rétt til að meta vörur m.t.t umhverfisvænna innkaupa þó aðeins ef um sambærilegar vörur er að ræða og ekkert annað atriði en það sem telst síður skaðleg umhverfinu ber á milli og er þá slík vara valin umfram þá vöru sem telst síður uppfylla skilyrði umhverfisvænna innkaupa. Í innkaupastefnu ríkisins kemur fram að við innkaup skuli tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða.

Allar boðnar vörur í þessum samningi skulu uppfylla allar reglugerðir og staðla sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu um viðkomandi vörur. Æskilegt er að boðin vara sé umhverfisvæn skv. handbók umhverfisráðuneytis um umhverfisvæn innkaup.  Umhverfisvæn innkaup snúast um að velja umhverfisvænar vörur fremur en þær sem valda meiri skaða á umhverfinu. Þetta eru vörur sem hafa í för með sér minnstan úrgang, lágmarka notkun á hráefni og orku og hefur minnsta mögulegt magn efna sem skaðleg eru umhverfinu og heilsu manna.

Tekið er tillit til þess að varan sé merkt t.d. með Norræna umhverfismerkinu (Svaninum), umhverfismerki Evrópu-sambandsins eða öðru viðurkenndu umhverfismerki.

Umhverfisskilyrði fyrir sápu og hársápu af vinn.is

Umhverfisskilyrði fyrir ræstivörur og þjónustu af vinn.is