Aðrir viðburðir

Rekstur bifreiða og fasteigna

Undir þennan málaflokk falla vörukaupasamningar sem snúa að daglegum rekstri og viðhaldi bifreiða og fasteigna s.s. samningar um hreinlætisefni, plastvörur, starfsmannafatnað, byggingavörur ofl. Einnig samningar um kaup á tækjum og húsbúnaði s.s. hluti raftækjasamnings og húsgagnasamnings.

Við höfum einnig kosið að láta samninga um samgöngur og flutninga falla undir þennan flokk. Hér er átt við rammasamninga um leigubílaþjónustu, bílaleiguþjónustu auk  samninga um raforku- og eldsneytiskaup.


Hvað er nýtt

Nýr samningur um bifreiðakaup ríkisins tók gildi 01.07.2017
Nýr samningur um úrgangsþjónustu tók gildi 30.06.2017

Nýr samningur um plastvörur tók gildi 1.06.2017

Framlengingar - Samningslok

Ríkiskaup tilkynna samningslok í eftirfarandi samningum:

RK 05.05 Eldsneyti fyrir ökutæki og vélar rennur út dags. 31.12.2017 - nýr samningur fyrirhugaður í janúar 2018.
RK 11.11 Raftæki (heimilistæki) rann út dags. 30.11.2017 - nýr samningur fyrirhugaður í mars 2018

Ef samningslaust verður áður en nýr samningur kemst á er mikilvægt að huga að því að innkaup stofnana á viðkomandi vöru og/eða þjónustu yfir innlendum viðmiðunarmörkum eða yfir viðmiðunarmörkum á EES-svæðinu eru útboðsskyld.  Við hjá Ríkiskaupum erum reiðubúin að aðstoða og veita ráðgjöf.

Séu innkaup undir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu skal fara eftir 24. gr. laga um opinber innkaup en þar segir:

Við innkaup undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í 1. mgr. 23. gr. skal kaupandi ávallt gæta hagkvæmni
og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum.
Við þessi innkaup skal gæta að samkeppni og virða jafnræðisreglu 15. gr., svo og ákvæði 49. gr. um tæknilýsingar.

Þegar keypt er vara eða þjónusta undir viðmiðunarmörkum skal því, eins og þarna kemur fram, kanna kjör hjá mögulegum bjóðendum eins og kostur er með formlegri verðfyrirspurn. Ríkisendurskoðun og Ríkiskaup hafa tekið saman sérstakt eyðublað til að halda utan um slíkar verðfyrirspurnir.  Kaupendur eru hvattir til þess að kynna sér eyðublaðið og nota það þegar kannað er verð á vöru og þjónustu undir viðmiðunarmörkum.