Eldsneyti f. skip og flugvélar

RK 05.06 Olía og eldsneyti - Skip og flugvélar

Samningur gildir til 30.6.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 27. júní 2016 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum í eitt ár í senn. Samningi hefur núna verið framlengt um eitt ár og gildir til 30.6.2019.

Samið var við fjóra neðangreinda aðila um skipagasolíu, flugvélaeldsneyti og smurolíur og smurefni.
Athugið þó að ekki var samið við Effo um flugvélaeldsneyti, aðeins skipagasolíu og smurolíur og smurefni.

Kaupendur munu panta beint frá seljanda nema sérstaklega sé um annað samið, það á einnig við í kjölfar örútboðs.

Boðinn er að lágmarki fastur afsláttur í krónum af eldsneytisverði seljanda á hverjum tíma og miðast verðið við gildandi verðskrá seljanda á hverjum tíma.

Af smurolíum og rekstrarvörum er boðinn  að lágmarki fastur afsláttur í prósentum (%) og miðast verðið við lægstu gildandi verðskrá seljanda á hverjum tíma.

Stærstu kaupendur í þessum rammasamningi eru Landhelgisgæslan og Hafrannsóknarstofnun en aðrir rammasamningsaðilar hafa þó rétt til að nýta sér kjör samningsins.

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi sem hér segir:

  • Flugvélaeldsneyti og smurolía (ótiltekið magn) er keypt inn með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja fjárhagslega hagkvæmasta boðið. Við kaup á flugvélaeldsneyti og smurolíum skulu kaupendur senda út verðkönnun til þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn.
  • Skipagasolíu skal bjóða út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamningshafa sem efnt geta samninginn.

Framkvæmd örútboða

Valforsendur í örútboði skulu vera:

·        Kaupverð (Vægi valforsendu er 60-100%)

·        Afhendingarstaður (Vægi valforsendu er 0-40%)

·        Afhendingartími (Vægi valforsendu er 0-40%)

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð ef að sameiginleg innkaup þeirra fara yfir örútboðsmörk.  Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup.  Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta.  Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem þar koma fram.

Örútboðsform

Seljandi Tengiliður Sími Fax
Effo Sverri Steintún 00298-353507
N1 Hf. Hafliði Kristjánsson 440 1000
Olíuverslun Íslands / Rekstrarland Rósa Hansen 515 1000
Skeljungur hf. Pétur Sigurgeir Sigurðsson 444 3000
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda