Bifreiðatryggingar

Bifreiðatryggingar

Samningur gildir til 31.1.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Á döfinni

Ábyrgðartryggingar bifreiða voru boðnar út í hraðútboði í janúar 2017.
Síðast var samið við Vörð tryggingar hf og gildir sá samningur til 31.01.2019.

Samningurinn er gerður hverju sinni til tveggja ára með ákvæði um tvisvar sinnum eins árs framlengingu.

Þegar ný bifreið er pöntuð frá Ríkiskaupum f.h. ráðuneytis eða stofnunar í eigu ríkisins er tilgreint á pöntuninni til bifreiðaumboðsins, tryggingafélagið sem er með samninginn hverju sinni. Kaupandi eða rekstrarleiguhafi bifreiðar þarf samt sem áður að gæta að því að bifreiðin sé tryggð hjá viðkomandi tryggingafélagi. Sama á við ef keypt er notuð bifreið, kaupandi þarf að tilgreina viðkomandi samnings-tryggingafélag. Þar með nýtur bifreiðin þeirra kjara sem útboðið býður.

Tryggingin er ábyrgðartrygging sem tekur mið af gildandi tryggingaskilmálum Varðar. Eigináhætta vegna bílrúðutrygginga skal ekki vera hærri en sem nemur 15% af tjónskostnaði.

Núverandi samningstímabil er eins fyrir allar tryggingar, frá 1. febrúar til 31.janúar næsta árs. Reikningagerð, greiðslur og öll fjárumsýsla vegna trygginganna er á hendi Ríkiskaupa.

Þegar skipt er um bifreið tilkynnist ný trygging til Umferðastofu sem berst þaðan til tryggingafélagsins. Tryggingafélagið sendir rafrænt til Ríkiskaupa, eftir hver mánaðarmót allar breytingar frá undangengnum mánuði.

Endurgreiðslur trygginga vegna tímabils sem er áður búið að greiða, berast frá Ríkiskaupum í kjölfarið. Þegar tryggjendur vantar upplýsingar eða þurfa að biðja um leiðréttingar af einhverju tagi vegna trygginganna, hafa þeir samband við umsjónarmann trygginganna hjá Ríkiskaupum.

Ef það eru í dag einhverjar bifreiðar sem eru ekki tryggðar í tryggingasamningnum en falla undir samninginn, skulu umsjónarmenn þeirra einnig hafa samband við umsjónarmann Ríkiskaupa sem sér um flutning tryggingarinnar inn í samninginn.