Umhverfis- skipulags- og byggingamál

RK 14.26 Umhverfis- skipulags- og byggingamál

Samningur gildir til 20.11.2019

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar
Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
RK 14.26_1 Skipulagsáætlanir Rammasamningsteymi 20.11.2019
RK 14.26_2 Byggingamál Rammasamningsteymi 20.11.2019
RK 14.26_3 Umferða- og gatnamál Rammasamningsteymi 20.11.2019
RK 14.26_4 Umhverfismál Rammasamningsteymi 20.11.2019
RK 14.26_5 Veitur Rammasamningsteymi 20.11.2019

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 20.11.2018 og er gildistíminn eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar sinnum. 

Samið var að þessu sinni við 26 aðila og er samningnum er skipt upp í fimm yfirflokka sem taka til fjölmargra atriða.
Skoðið hvern yfirflokk hér að ofan til að sjá hvað heyrir undir hvern flokk og ráðgjafa / þjónustuaðila í hverjum flokki.

Verðbreytingar


Kaup í rammasamningi

Við innkaup undir 100 tímum (klst) gildir sú verðskrá sem bjóðendur sendu inn við framlagningu tilboða sinna. Séu innkaup undir 100 klst. ber að kaupa eftir forgangslistum (sjá excelskjal). Einnig ber kaupendum að gæta að 24. gr. OIL, þ.e. gera verðsamanburð meðal þeirra aðila sem efnt geta samninginn og eru aðilar að rammasamningi þessum. Skilyrði örútboðs eiga ekki við um innkaup sem eru undir 100 klst.

Við kaup á þjónustu vegna verkefnis sem áætlað er að taki meira en 100 klst. í tímavinnu, skal efna til örútboðs meðal samningsaðila og auglýsa örútboð innan tiltekins flokks rammasamnings. Sjá kafla nr. 6.2.1. um kaup innan samnings, kafla 6.2.2. um örútboð og kafla 6.2.3. um framkvæmd örútboðs og leyfilegar valforsendur í örútboðum.

  • 1. Bein innkaup miðað við forgangslista upp að 100 klst.
  • 2. Örútboð - Skylda yfir 100 klst.
  • 3. Sameiginleg innkaup leyfileg.


Nánar um örútboð

Öll einstök verkkaup sem fara yfir 100 vinnustundir skulu boðin út innan rammasamningsins í svokölluðu örútboði.  Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð.

Örútboð skulu eingöngu framkvæmd innan rammasamninga milli þeirra rammasamningsaðila sem efnt geta samninginn.

Örútboð getur farið fram hvort heldur með rafrænum hætti eða skriflegum. Þá er stutt lýsing á tilteknu verkefni send til rammasamningsaðila í viðkomandi flokki rammasamningsins og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni, að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum. 

Forsendur eru til staðar fyrir örútboði þegar einhver ákveðin skilyrði eða kjör eru ekki tiltekin innan rammasamningsins. 

Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar tæknilegt og fjárhaglegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins

Forsendur sem bjóðendur geta meðal annars sett fram í matslíkani örútboðs:

Athugið að listinn er ekki tæmandi. Kaupendur geta einnig gert viðbótarkröfur til verksala og haft ofangreind atriði sem ófrávíkjanlegar kröfur í örútboði – þ.e. kröfur sem ekki eru tilgreind í útboði þessu.

Lýsing á hæfisflokkum

Flokkur A

Þekking: Lágmarksmenntun er MS/MA gráða eða sambærileg menntun (270 ECTS einingar). Hæfni í hæsta gæðaflokki og viðkomandi talinn sérfræðingur á sínu sviði.

Reynsla: Reynsla sem nýtist í verkefninu og hefur unnið að mörgum sambærilegum verkefnum, sbr. ferilskrá. Stjórnunarhæfni: Hefur a.m.k 5 ára reynslu sem verkefnastjórnandi.

Sjálfstæði: Mjög mikið

Flokkur B

Þekking: Lágmarksmenntun er BSc/BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar).

Reynsla: Að minnsta kosti 3 ára reynsla vegna boðinna verkefna. Hann hefur tekið þátt í og lokið með fullnægjandi hætti verkefnum á því sviði sem boðin þjónusta tekur til.

Stjórnunarhæfni: Starfsmaður getur borið ábyrgð á verkefnum í sínu sviði og verið í forystu í minni og millistórum hópum.

Sjálfstæði: Getur vel unnið sjálfstætt.

Flokkur C

Þekking: Starfsmaður hefur að lágmarki BSc/BA gráðu eða sambærilega menntun (180 ECTS einingar) sem nýtist í þessu verkefni. Ræður við einföld verkefni.

Reynsla: Starfsmaður hefur 1-3 ára reynslu sem nýtist í verkefninu og hefur unnið í einu eða fleirum álíka verkefnum og boðin eru.

Stjórnunarhæfni: Starfsmaður þarf leiðbeiningar frá öðrum.

Sjálfstæði: Getur unnið án aðstoðar einföld, vel afmörkuð verk.

Seljandi Tengiliður Sími Fax
Arkís arkitektar ehf Þorvarður Lárus Björgvinsson 5112060
Arkþing ehf Hallur Kristmundsson 5705700/8941915
ASK arkitektar ehf Páll Gunnlaugsson 5150300
AVH ehf Arkitektúr Verkfræði Hönnun Anton Örn Brynjarsson 4604400
Circular Solutions ehf Bjarni Herrera Þórisson 853 0088
Efla hf. Verkfræðistofa Júlíus Karlsson 4126000
Gláma-Kím, Arkitektar Laugavegi 164 Árni Kjartansson 538100 / 8608100
Gríma arkitektar ehf Sigríður Ólafsdóttir 511-6777
Hnit verkfræðistofa hf Kristinn Guðjónsson 570 0500
Landslag ehf Finnur Kristinsson 535 5300
Leirá ehf Emil Þór Guðmundsson 8989517
Lota ehf. Ólöf Magnúsdóttir 560 5400
Mannvit hf Tryggvi Jónsson 4223000
OMR verkfræðistofa ehf. Óli Þór Magnússon 891-9771
Orbicon Margrét Elín Sigurðardóttir 888-0510
Raftákn ehf. Árni V. Friðriksson 464 6400
ReSource International ehf Karl Eðvaldsson 5715864
TÓV Verkfræðistofa ehf Gústaf Vífilsson 5102211
Tækniþjónusta SÁ ehf. Sigurður Ásgrímsson 4215105/8963450
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf Sveinn D.K.Lyngmo 456-3902
Varða verkþjónusta ehf Ester Rós Jónsdóttir 6977796
Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt ehf. Benedikt Skarphéðinsson 553 1770 / 568 7775
Verkís hf Flosi Sigurðsson 4228000
Verksýn ehf Andri Már Reynisson 5176300
VSB Verkfræðistofa ehf Stefán B. Veturliðason 5858600
VSÓ Ráðgjöf Grímur Már Jónasson 5859000
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda