Rekstrarráðgjöf

RK 14.23 Rekstrarráðgjöf

Samningur gildir til 31.3.2018

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
RK 14.23_1 Stjórnun og stefnumótun Rammasamningsteymi 31.3.2017
RK 14.23_2. Aðferðir, ferlar, breytingar og uppbygging Rammasamningsteymi 31.3.2018
RK 14.23_3. Mannauðsmál og ráðningar Rammasamningsteymi 31.3.2018
RK 14.23_4. Viðskipta- og stjórnunarráðgjöf Rammasamningsteymi 31.3.2018
RK 14.23_5. Fjármálaráðgjöf Rammasamningsteymi 31.3.2018

Á döfinni

Nýr samningur tók gildi 25. mars 2014 og er gildistíminn tvö ár. Samningurinn hefur verið framlengdur til eins árs í annað sinn til 31.3.2018.


Rammasamningur var að þessu sinni gerður við 24 aðila innan 5 flokka:
1. Stjórnun og stefnumótun (20 samningsaðilar)
2. Rekstrarráðgjöf um aðferðir, ferla, breytingar og uppbyggingu (21 samningsaðili)
3. Ráðgjöf um mannauðsmál og ráðningar (18 samningsaðilar)
4. Viðskipta- og stjórnunarráðgjöf (20 samningsaðilar)
5. Fjármálaráðgjöf (11 samningsaðilar)

Í aðkeyptri vinnu sérfræðinga / ráðgjafa er oftast um að ræða kaup á sérþekkingu eða tíma/atgervi til tiltekinna verka, svo og frumathugun / greiningarvinnu og skýrslugerð. Ráðgjafi er oftast nær einstaklingur eða fyrirtæki sem ráðið er tímabundið til ákveðinna vel skilgreindra verkefna. Störf þessi geta til dæmis verið á sviði hagfræði, fjármála, stjórnunar, mats og/eða framkvæmda á verkefnum, tækniráðgjafar, hönnunar, vísindalegrar eða verkfræðilegrar ráðgjafar. Ráðgjafi er oftast nær ráðinn á fyrirfram ákveðnum kjörum í afmarkaðan tíma til að vinna að afmörkuðu verkefni.

Ráðgjöfum er skipt í hæfnisflokka eftir menntun, reynslu, stjórnunarhæfi og sjálfstæði. A flokkur skilgreinir mesta hæfi, B flokkur miðhæfi og C flokkur minnsta hæfi ráðgjafa. Nánari skýringar á hæfnisflokkum er að finna í skilmálum rammasamnings.


Kaup innan samnings

Kaup innan rammasamnings geta farið fram með eftirfarandi hætti:

a) Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsverði seljenda.
b) Fari einstök kaup yfir 100 tíma vinnu skulu kaupin boðin út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Um framkvæmd örútboða

Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð.
Örútboð skulu eingöngu framkvæmd innan rammasamninga milli þeirra rammasamningsaðila sem efnt geta samninginn.
Örútboð getur farið fram hvort heldur með rafrænum hætti eða skriflegum.

Kaupandi tekur saman stutta samantekt á fyrirhuguðu verkefni. Þar skal verkefnið skilgreint, umfang þess, hvaða þjónustu það felur í sér, hvaða kröfur eru gerðar til gæða og faglegrar þekkingar bjóðenda. Samantektin er síðan send til seljenda í rammasamningnum og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni, að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum.

Forsendur eru til staðar fyrir örútboði þegar einhver ákveðin skilyrði eða kjör eru ekki tiltekin innan rammasamningsins.
Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar tæknilegt og fjárhaglegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins.

Forsendur sem bjóðendur geta meðal annars sett fram í matslíkani örútboðs eru eftirfarandi:

Fast verð eða hámarksverð (0-100%)
Þjónustugeta (0-50%)
Afhendingartími (0-50%)
Sérþekking (0-50%)
Reynsla (0-50%)
Fyrri verkefni (0-50%)
Umsagnir um fyrri verk (0-50%)
Gæðavottun (0-50%)
Umhverfisskilyrði (0-50%)

Kaupendur geta því í örútboði lagt áherslu á eitt eða fleiri atriði. Byggt á þeim atriðum, kröfum eða forsendum skal bjóðandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur kaupanda. Athugið að listinn er ekki tæmandi.
Kaupendur geta einnig gert auknar hæfiskröfur til seljanda og haft ofangreind atriði sem ófrávíkjanlegar kröfur í örútboði – þ.e. kröfur sem ekki voru tilgreindar í rammasamningsútboðinu.

Áskilnaður er því um að skilgreina nánar tæknilegt og fjárhagslegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins.
Fyrir hvern verð-, þjónustu – og/eða gæðaþátt sem beðið er um skulu gefin fyrirfram ákveðin stig til einkunnar (prósenta) þannig að bjóðanda sé við tilboðsgerð ljóst hvaða einkunn hver þáttur fær í matslíkani.

Helstu skilmálar rammasamningsútboðsins

Teknir hafa verið saman í eitt skjal helstu skilmálar rammasamningsútboðsins til upplýsingar fyrir kaupendur.
Þessa skilmála er nauðsynlegt að skoða vel þegar ráðist er í örútboð.

SKILMÁLAR RAMMASAMNINGS


Seljandi Tengiliður Sími Fax
7.is Gunnar H. Guðmundsson 553 0007
Alta ehf. Halldóra Hreggviðsdóttir 582 5000
Capacent Ottó Magnússon 540 1000
CEO Huxun Gunnhildur Arnardóttir 571 1021
Dale Carnegie ( Leiðtogaþjálfun ehf) Jón Jósafat Björnsson 555 7080
Deloitte hf. Sigurður Páll Hauksson 580 3000
Enor ehf. Davíð Búi Halldórsson 430 1800
Ernst & Young hf Guðjón Norðfjörð 595 2500
Expectus ehf Sigríður Ákadóttir 444 9800
Hagvangur ehf. Leifur Geir Hafsteinsson 520 4700
Intellecta ehf Kristján B. Einarsson 511 1225
Kia Ora / Crayon Islandi Guðmundur Aðalsteinsson 859 07574
KPMG hf Sif Sigfúsdóttir 545 6000
Pricewaterhouse Coopers ehf Sigurður Óli Sigurðarson 550 5300
Provis ehf Páll Einar Halldórsson 527 3200
Ráðum ehf. Agla Sigríður Björnsdóttir 519 6770
Strategia ehf. Guðrún Ragnarsdóttir 770 4121
Viki ehf Heiðar Jón Hannesson 893 6990
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda