Túlkar og þýðingar

RK 14.10 Túlka- og þýðingaþjónusta

Samningur gildir til 30.11.2017

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
RK 14.10_A Almenn þýðingaþjónusta Rammasamningsteymi 30.11.2017
Rk 14.10_B Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda Rammasamningsteymi 30.11.2017
RK 14.10_C Almenn túlkaþjónusta Rammasamningsteymi 30.11.2017
RK 14.10_D Þjónusta löggiltra dómtúlka Rammasamningsteymi 30.11.2017

Á döfinni

Ríkiskaup tilkynna samningslok í þessum samningi. Nýtt útboð er fyrihugað í apríl/maí 2018

Ef samningslaust verður áður en nýr samningur kemst á er mikilvægt að huga að því að innkaup stofnana á viðkomandi vöru og/eða þjónustu yfir innlendum viðmiðunarmörkum eða yfir viðmiðunarmörkum á EES-svæðinu eru útboðsskyld.  Við hjá Ríkiskaupum erum reiðubúin að aðstoða og veita ráðgjöf.

Séu innkaup undir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu skal fara eftir 24. gr. laga um opinber innkaup en þar segir:

Við innkaup undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í 1. mgr. 23. gr. skal kaupandi ávallt gæta hagkvæmni
og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum.
Við þessi innkaup skal gæta að samkeppni og virða jafnræðisreglu 15. gr., svo og ákvæði 49. gr. um tæknilýsingar.

Þegar keypt er vara eða þjónusta undir viðmiðunarmörkum skal því, eins og þarna kemur fram, kanna kjör hjá mögulegum bjóðendum eins og kostur er með formlegri verðfyrirspurn. Ríkisendurskoðun og Ríkiskaup hafa tekið saman sérstakt eyðublað til að halda utan um slíkar verðfyrirspurnir.  Kaupendur eru hvattir til þess að kynna sér eyðublaðið og nota það þegar kannað er verð á vöru og þjónustu undir viðmiðunarmörkum.
ATH Alþjóðasetur hefur lokið ISO9001 vottun. Ríkiskaup óska þeim til hamingju með það.


Samið var um um eftirfarandi þjónustuflokka:

A. Almenn þýðingaþjónusta

B. Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda

C. Almenn túlkaþjónusta

D. Þjónusta löggiltra dómtúlka

Táknmálstúlkun fellur utan útboðs þessa sem og þýðingar sjónvarpsefnis fyrir RÚV ohf.

Kaup innan samnings

Kaup innan rammasamningsins geta farið fram með tvennum hætti:

 • Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum.  Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð milli tilboða seljenda.
 • Öll einstök kaup þar sem fyrirhuguð samningsfjárhæð er yfir 1.000.000.- króna án vsk., skulu boðin út innan rammasamningsins í svokölluðu örútboði.  Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð á tilteknu magni eða yfir nánar tiltekinn tíma.

Um framkvæmd örútboða

Örútboð skulu eingöngu framkvæmd innan rammasamninga milli þeirra rammasamningsaðila sem efnt geta samninginn.
Örútboð getur farið fram hvort heldur með rafrænum hætti eða skriflegum. Þá er stutt lýsing á tilteknu verkefni send til fyrirtækis í rammasamningnum og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni, að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum
Forsendur eru til staðar fyrir örútboði þegar einhver ákveðin skilyrði eða kjör eru ekki tiltekin innan rammasamningsins.
Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar tæknilegt og fjárhagslegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins.


Við val á tilboði í örútboði skulu kaupendur ganga út frá hagstæðasta tilboði skv. valforsendum örútboðsins að uppfylltum viðbótarkröfum til vöru og/eða þjónustu. Valforsendur sem bjóðandi getur stillt upp í örútboði eru meðal annars:
•    Verð (gildir 50-100%)
•    Gæði vöru og þjónustu, t.d. vottuð námsgráða ( gildir 0-50%)
•    Frekari þjónusta/þjónustuþættir ( gildir 0-50%)
•    Þjónustustig, t.d. forgangsþjónusta ( gildir 0-50%)

Almenn skilyrði

Greitt er lágmarksgjald (2 klst.) og tímagjald ef vinna fer umfram 2 klst., nema ef um er að ræða símatúlkun eða símskilaboð (fast verð). Tekið skal fram að ekki er heimilt að gjaldfæra lágmarksgjald oftar en einu sinni vegna sama verkefnis.

 • Dæmi 1:  Ef túlkunarverkefni hefst kl. 15:00 og lýkur kl. 18:00 reiknast það sem 2ja tíma útkall að viðbættri 1 klst. á næturtímagjaldi – ekki 2ja tíma útkall á dagtíma-gjaldi og 2ja tíma útkall á næturtímagjaldi.
 • Dæmi 2:  Ef túlkunarverkefni hefst kl. 17:00 og lýkur kl. 18:00 reiknast það sem 2ja tíma útkall á næturtímagjaldi.

 Kaupandi skal panta ofangreinda þjónustu með a.m.k. eins (1) dags fyrirvara.

Sé þjónusta pöntuð eftir kl. 16:00 deginum áður en þjónusta skal veitt eða með skemmri fyrirvara er seljanda heimilt að gjaldfæra þjónustu á þeirri gjaldskrá sem almennt gildir utan dagtíma, jafnvel þótt þjónustan sé veitt á skilgreindum dagtíma. 

Fari þjónustutími umfram 8 klst. á skilgreindum dagtíma skal vera heimilt að gjaldfæra unna tíma umfram 8 klst. á þeirri gjaldskrá sem gildir utan dagtíma.

Vinnu unna á almennum og sérstökum frídögum, sem og stórhátíðardögum, að beiðni kaupanda skal jafnframt heimilt að gjaldfæra á næturtímagjaldi.

Sé um mjög brýn þýðingarverkefni að ræða og ljóst má vera að þýðandi getur ekki unnið verkið á dagtíma er kaupanda og seljanda heimilt að semja um álagsgreiðslur á boðna gjaldskrá.

Verði tafir á afhendingu, eða ef gæði þjónustu eru minni en útboðslýsing gefur tilefni til (t.d. ef prófarkarlestri er ábótavant) skal kaupandi eiga kröfu á afslætti frá umsömdu verði, eða endurgreiðslu kostnaðar við lagfæringar.

Ákvæði um akstur

Innifalið í verði seljanda túlkaþjónustu skal vera allur kostnaður vegna veitingar þjónustu, s.s. ferðir á vettvang túlkunar, svo fremi sem um ferðir innan höfuðborgar-svæðisins er að ræða (Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær, Kjalarnes). 

Ef þörf er á þjónustu túlks utan höfuðborgarsvæðisins skal greitt kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra, þá taldar leiðir frá starfstöð bjóðanda á vettvang túlkunar og til baka á starfsstöð.

Skal slíkt gjald nema sömu upphæð og heimill frádráttur kostnaðar á móti ökutækjastyrk, skv. gildandi reglum Ríkisskattstjóra hverju sinni. 

Nánari upplýsingar um þessa upphæð má fá á heimasíðu Ríkisskattstjóra (http://www.rsk.is/) eða í síma 563 1100.

Skilgreining á túlkaþjónustu

Samfélagstúlkun: telst vera öll túlkun talaðs máls önnur en dómtúlkun og ráðstefnutúlkun, á þeim stað sem kaupandi þjónustu tiltekur hverju sinni. Samfélagstúlkun felur í sér gagnvirkni þar sem túlkurinn er miðlari tjáskipta milli aðila sem tala ólík tungumál.

Táknmálstúlkun fellur utan þessa samnings.

Símatúlkun: telst vera almenn túlkun þar sem túlkað er hið talaða orð í gegnum símtæki eða fjarfundabúnað. Miðað er við að túlkur geti sinnt slíkri túlkun frá starfstöð sinni.

Símskilaboð: telst vera sú þjónusta túlks að koma til skila símleiðis skilaboðum frá kaupanda þjónustu til viðskiptavinar/skjólstæðings. Miðað er við að túlkur geti sinnt slíkri túlkun frá starfsstöð sinni. Þannig þýðir túlkur skilaboðin og kemur áleiðis, án þess að um gagnvirkni sé að ræða.

Dómtúlkun: telst vera öll túlkun sem framkvæmd er af löggiltum dómtúlki í réttarsal, eða öðru því húsnæði sem tilgreint er af dómara, og framkvæmd til samræmis við ákvæði laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, með síðari breytingum, eða laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, með síðari breytingum. Dómtúlkun felur í sér gagnvirkni þar sem túlkurinn er miðlari tjáskipta milli aðila sem tala ólík tungumál.

Ráðstefnutúlkun: telst vera öll túlkun á ráðstefnum, hvort heldur um er að ræða snartúlkun, lotutúlkun eða hvísltúlkun. Fer slík túlkun fram á þeim stað sem kaupandi þjónustu tiltekur hverju sinni.

 • Með snartúlkun er átt við þjónustu tveggja túlka sem starfa saman í einum klefa fyrir hvert tungumál sem þýtt skal og skiptast á að túlka ræður og annað talað mál jafnóðum. Áheyrendur hlýða á túlkana í heyrnartækjum. Þörf er á sérstökum tækjabúnaði og fellur leiga á honum utan þessa útboðs; þ.e. bjóðendur skulu ekki reikna leigu tækjabúnaðar inn í tilboð sín.

  Með lotutúlkun er átt við þjónustu túlks sem túlkar talað mál þannig að hann hlustar á nokkrar málsgreinar og túlkar þær síðan. Starfar einn túlkur fyrir hvert tungumál við veitingu slíkrar þjónustu er ekki þörf á sérstökum tækjabúnaði.

  Með hvísltúlkun er átt við þá þjónustu túlks að túlkað er fyrir einn eða fáa þátttakendur ráðstefnu sem ekki skilja málið. Oft sitja viðkomandi afsíðis í ráðstefnusal með túlki sem hvísltúlkar til þeirra og er ekki þörf á érstökum tækjabúnaði.

Skilgreining á þýðingaþjónustu

Almennar þýðingar: teljast vera allar þýðingar almenns ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en sértækar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Skal þýðandi skila kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni.
Miðað er við að þýðandi geti þýtt 800-1000 orð á dag- eða næturtíma.

Sértækar þýðingar: teljast vera allar þýðingar sértæks ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en löggiltar skjalaþýðingar. Skal þýðandi skila kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni.

 • Með sértækum texta er átt við texta sem inniheldur orðaforða og tungutak sem teljast má utan almennrar málþekkingar þýðenda. Má þar sem dæmi nefna flókinn tæknilegan texta og sambærilegt. Einnig má flokka hér undir texta sem breyta eða endursemja þarf í þýðingu að ósk kaupanda

Forgangsþýðingar: teljast vera þýðingar sem krefjast forgangs eða þarf að skila innan tímamarka sem teljast þrengri en almennt er krafist.

Miðað er við að þýðandi geti þýtt 400-700 orð á dag- eða næturtíma.


Löggiltar skjalaþýðingar: teljast vera allar þýðingar sértæks eða almenns ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað sem þýðandi vottar með undirritun sinni og stimpli og skal þannig jafngildur frumskjali. Skal þýðandi skila kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni. Varðandi skilgreiningar á almennum og sértækum texta vísast til skýringa hér að ofan.
Miðað er við að þýðandi geti þýtt 400-700 orð á dag- eða næturtíma hvort heldur er um að ræða almennan eða sértækan texta.

Sé notað þýðingarminni skal greiðast skv. eftirfarandi hlutföllum:

 • Án endurtekninga: 100%

  50-84% samsvörun: 100%

  85-99% samsvörun: 50%

  100% samsvörun: 25%

Gildir ofangreind hlutföllun fyrir allar tegundir þýðingaþjónustu.

Seljandi Tengiliður Sími Fax
Alþjóðasetur ehf. Alexander Dungal 530 9300
Ásar - þýðingar og túlkun slf. (áður Þýðingar og textaráðgjöf) Ellen Ingvadóttir 562 6588
Björn Mattíasson Björn Mattíasson 555 3035
InterCultural Ísland ehf Guðrún Pétursdóttir 517 9345
Jafnréttishús Amal Tamimi 534 0107
Kjörhús sf Bjarni Gunnarsson Bjarni Gunnarsson 861 6185
Markmál ehf. Elísa K.T. Elíasdóttir 577 5003
Níels Rúnar Gíslason Níels Rúnar Gíslason 699 8830
Rit ehf. Paul Richardson Paul Richardson 899 9231
Skjal þjónusta ehf. Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir 530 7300
tNordica Language Service Þórarinn Einarsson 00 46 709302598
Túlkaþjónustan slf. Sandra María Steinarsd Polanska 517 0606
Senda örútboð / fyrirspurn til tengiliða seljenda