Aðrir viðburðir

Aðkeypt ráðgjöf og þjónusta

Subtitle

Undir þennan flokk falla samningar um aðkeypta sérfræðiráðgjöf og þjónustu, s.s. endurskoðun og reikningsskil, rekstrarráðgjöf, öryggisþjónustu auk túlka- og þýðingarþjónustu. Upplýsingar um samninga um flugsæti innanlands sem og milli landa eru einnig að finna í þessum flokki.


Samningur við Air Iceland Connect um afsláttarkjör á flugsætum innanlands.

 Samningurinn gildir til 31.12.2018.

Allar opinberar stofnanir og aðilar að rammasamningskerfi Ríkiskaupa munu njóta að lágmarki 17% afsláttar af fullum verðum (“Forgangur”) sé greitt með Flugkorti Flugfélags Íslands. Stofnanir sem eiga veruleg viðskipti við Flugfélag Íslands munu enn fremur, í samræmi við veltu, njóta betri kjara samkvæmt eftirfarandi töflu:

Nettó heildarvelta á ári:
Minna en 10 milljónir     17%
10 – 15 milljónir             22%
15 milljónir og meira     25%

Skilyrði er að vera handhafi Flugkorts. Engin stofnun mun njóta lakari kjara en þær njóta nú þegar.
Þær stofnanir sem ekki hafa Flugkort þurfa að sækja um það á heimasíðu Flugfélags Íslands.

Þær stofnanir sem nú þegar hafa Flugkort en njóta annarra kjara þurfa að hafa samband við fyrirtækjaþjónustu Flugfélags Íslands í netfangið flugkort@flugfelag.is.

Um samninginn gilda almennir skilmálar fargjalda Flugfélags íslands.

Ef samningslaust verður áður en nýr samningur kemst á er mikilvægt að huga að því að innkaup stofnana á viðkomandi vöru og/eða þjónustu yfir innlendum viðmiðunarmörkum eða yfir viðmiðunarmörkum á EES-svæðinu eru útboðsskyld.  Við hjá Ríkiskaupum erum reiðubúin að aðstoða og veita ráðgjöf.

Séu innkaup undir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu skal fara eftir 24. gr. laga um opinber innkaup en þar segir:

Við innkaup undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í 1. mgr. 23. gr. skal kaupandi ávallt gæta hagkvæmni
og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum.
Við þessi innkaup skal gæta að samkeppni og virða jafnræðisreglu 15. gr., svo og ákvæði 49. gr. um tæknilýsingar.

Þegar keypt er vara eða þjónusta undir viðmiðunarmörkum skal því, eins og þarna kemur fram, kanna kjör hjá mögulegum bjóðendum eins og kostur er með formlegri verðfyrirspurn. Ríkisendurskoðun og Ríkiskaup hafa tekið saman sérstakt eyðublað til að halda utan um slíkar verðfyrirspurnir.  Kaupendur eru hvattir til þess að kynna sér eyðublaðið og nota það þegar kannað er verð á vöru og þjónustu undir viðmiðunarmörkum.


                                                                             * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

Pssssssssssssssssssssssst !!    Ertu orðin hundleið/ur á því að leita á vefnum og finnur ekki neitt ?
Skoðaðu þetta     

genius
þá fyrst og hringdu síðan í Ríkiskaup og fáðu aðstoð....