Byggingavörur

RK 12 Byggingarvörur

Samningur gildir til 30.11.2018

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi

með því að skrá sig inn hér til hliðar

Undirflokkar
Tegund Tengiliður Samningslok
RK 12.01 Almennar byggingavörur Rammasamningsteymi 30.11.2018
RK 12.02 Ljósaperur og lýsingabúnaður Rammasamningsteymi 30.11.2018
RK 12.03 Gólfefni, þiljur og kerfisloft Rammasamningsteymi 30.11.2018
RK 12.04 Hreinlætistæki og pípulagnaefni Rammasamningsteymi 30.11.2018
RK 12.05 Málningar- og múrvörur Rammasamningsteymi 30.11.2018
RK 12.06 Rafvörur og raflagnaefni Rammasamningsteymi 30.11.2018
RK 12.07 Byggingatimbur Rammasamningsteymi 30.11.2018

Á döfinni

Nýir samningar um byggingavörur tóku gildi 9.12.2017 og gilda í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.

Markmið útboðsins var að veita áskrifendum aðgengi að byggingarvörum á hagstæðu verði að uppfylltum kröfum um hæfi bjóðanda.

Þær breytingar sem hafa átt sér stað eru sem hér segir:

Nú gilda 7 rammasamningar um kaup á byggingavörum. Einn almennur samningur um byggingavörur sem samanstendur af 12 vöruflokkum sem er ætlað að ná yfir smærri innkaup og sex sértækir rammasamningar um kaup á byggingavörum sem er ætlað að ná yfir stærri innkaup.

  • Rammasamningurinn um Almennar byggingavörur er afsláttarsamningur þar sem valinn hefur verið forgangsbirgi en fari kaup innan þess samnings yfir 100.000 kr. þurfa þau að fara í gegnum örútboð.
  • Sértæku rammasamningarnir um byggingavörur byggjast eingöngu á örútboðum.

Til að auðvelda kaupendum að komast að því hvernig þeir eiga að haga innkaupum á byggingavörum, í samræmi við ákvæði samningana, hefur Ríkiskaup látið útbúa einfalda REIKNIVÉL sem veitir kaupendum greinargóðar upplýsingar.

Reiknivélin virkar þannig að kaupandi setur inn áætlaða upphæð innkaupa í hvern flokk og fær út leiðbeiningar um hvernig kaupunum skuli háttað samkvæmt ákvæðum samninganna.