Aðild að rammasamningum

AÐILD AÐ RAMMASAMNINGUM RÍKISINS

Hverjir eru aðilar?

Allar ríkisstofnanir eru sjálfkrafa aðilar að rammasamningum ríkisins.

Skv. lögum um opinber innkaup 120/2016 hafa allar ríkisstofnanir sem reknar eru fyrir 50% eða þar yfir af almannafé, rétt á að kaupa eftir rammasamningum. Aðild að rammasamningum nær einnig til samtaka sem þessir aðilar hafa gert með sér.
Þá hefur dvalar- og öldrunarheimilum sem eru í blandaðri eigu ríkis og sveitarfélaga og/eða sjálfseignarfélög einnig verið veittur réttur til aðildar.

Auk þeirra geta sveitarfélög sótt um aðild með skriflegu umboði til Ríkiskaupa til eins árs í senn. Ríkiskaup senda út bréf til allra sveitarfélaga á landinu í upphafi árs þar sem kynnt eru fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu og sveitarfélög eru hvött til þátttöku í rammasamningum.

Samkvæmt íslenskri framkvæmd er kaupanda, sem er aðili að rammasamningi,óheimilt að bjóða út innkaup
eða kaupa inn með öðrum hætti fram hjá rammasamningi ef rammasamningur tekur til innkaupanna og honum
hefur ekki verið sagt upp eða rift.

Netfangalisti forstöðumanna ríkisstofnana á vef fjármálaráðuneytisins:

https://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Starfsmannamal/Postfangalisti-forstodumanna-15.03.2016.xls


Kennitölulisti yfir aðila að rammasamningum 2016

Hér að finna kennitölulista á excel formi yfir stofnanir og sveitarfélög sem rétt eiga á rammasamningskjörum á hverjum tíma. Listinn er uppfærður reglulega og því mikilvægt að fylgjast með því hér á vefnum. Listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Athugið að þetta er listi sem Ríkiskaup halda úti  f. seljendur. Við bendum á að listinn getur aldrei verið tæmandi en meginreglan er ætíð sú að allar ríkisstofnanir eru sjálfkrafa frá stofnun aðilar að rammasamningum.

SMELLTU Á MYNDINA TIL AÐ SKOÐA SKJALIÐ

kennitolulisti

Nýjustu breytingar:

ATH - Keilir kt. 500507-0550 er aðili að rammasamningakerfinu.

ATH 1.7.2016 sameinuðust Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun í Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna á nýrri kennitölu: 470616-0830

ATH ný stofnun/kennitala á lista frá 1. maí 2016: 440516-0840 Rekstrarfélag Stjórnstöðvar ferðamála sf.

Kennitala Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hefur verið lagfærð.

ATH - Um síðustu áramót um var embætti sérstaks saksóknara, kt. 520109-1960, lagt niður og við verkefnum þess tók nýtt embætti héraðssaksóknara. Það tók við skuldbindingum og samningum fyrrnefnda embættisins frá og með 1. janúar 2016 og upplýsingar um það eru eftirfarandi:

Héraðssaksóknari - kt. 441115-1480 - Skúlagötu 17, 101 Reykjavík


Láttu okkur vita ef þú finnur villu eða eða ef þér finnst vanta einhverja stofnun á listann.