Fara í efni

Útboðsvefur.is - leiðbeiningar

Utbodsvefur.is sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða.

Birting auglýsinga

Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum.

Einungis opinberar aðilar geta óskað eftir aðgang og auglýst útboð á þessum útboðsvef. Ef viðkomandi (sveitarfélag / opinber aðili) hefur ekki aðgang að útboðsvefnum þarf að hafa samband við Ríkiskaup um birtingu útboðsauglýsingar.

Áskrifandi að auglýsingum

Hægt er að gerast áskrifandi að tilkynningum um nýjar auglýsingar um útboð.

  • Fara á  utbodsvefur.is

  • Velja „Gerast ákrifandi" á þeim vef, hnappur efst til hægri.

Rauð ör vísar á hnapp tila ð gerast áskrifandi

  • Fylla út vefformið sem kemur upp. Hægt er að velja að vera áskrifandi að öllum tegundum útboða eða velja flokka sem henta.

  • Senda formið inn. 

Uppfært 21. febrúar 2020