Fara í efni

Sumarhús - Til Sölu

Ríkiskaup er með tvö sumarhús til sölu, annars vegar hús frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og annað frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, upplýsingar um bæði hús eru hér að neðan.

 

Tilboð óskast í frístundahús, staðsett við Verkmenntaskólann á Akureyri

 

Myndin er af sambærilegu húsi sem nemendur byggðu í fyrra. Áhugasamir kaupendur eru hvattir til að skoða húsið sem til sölu er á auglýstum sýningartímum
 

Um er að ræða frístundahús úr timbri sem byggt er af nemendum skólans. Húsið er 50 m2 að grunnfleti, í húsinu eru timburgluggar. Lagt er fyrir rafmagni og neysluvatni í húsinu, í raflögn er gert ráð fyrir  rafmagnsofnum. Innveggir eru klæddir nótuðum 16mm spónaplötum. Á gólfi eru 22mm nótaðar rakavarðar spónaplötur. Húsið er án endanlegra gólfefna, innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er einangrað með 220mm steinull í gólfi, 150mm steinull í útveggjum og þak er einangrað með 220mm steinull. Gluggar eru allir með tvöföldu TopN+ gleri. Húsið selst í því ástandi sem það er í á tilboðsdegi.

Húsið verður til sýnis eftirfarandi daga; fimmtudaginn 9. maí kl 20-21:30, mánudaginn 13. maí kl. 15-18 og mánudaginn 20. maí kl. 15-17. Húsið stendur á norðurplani við byggingardeild VMA. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu VMA og frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 464 0300, hjá brautarstjóra byggingadeildar í síma 8966731 og Ríkiskaup í síma 530 1400.

Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 15.ágúst 2019.

Tilboðseyðublöð eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is og liggja einnig frammi í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Gögnin verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa frá og með mánudeginum 7. maí.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 miðvikudaginn 22. maí 2019 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska.

Verkmenntaskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Teikning

Tilboðsblað

Tilboð óskast í frístundahús, staðsett við Fjölbrautaskóla Suðurnesja  

Húsið er byggt af nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja veturinn 2018 til 2019. Húsið er 56m2 að grunnfleti með millilofti sem reiknast um 9 m2 en gólfflötur er um 25m2. Húsið er fullklárað að utan, klætt með 32mm bjálkaklæðningu. Veggir að innan eru klæddir með gifsi og einnig loft í holi og herbergjum. Loft yfir stofu og risi eru panelklædd. Á gólfi er 22mm nótar gólfplötur. Húsið er  án endanlegra gólfefna, innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er einangrað með 200mm steinull í gólfi , 150 mm steinull í útveggjum og þak er einangrað með 200 mm steinull. Gluggar eru allir með tvöföldu k-gleri.

 

Húsið verður til sýnis í samráði við Gunnar Valdimarsson s: 8995163 en hann veitir nánari upplýsingar sem og Ríkiskaup í síma 530 1400.

Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 20.ágúst 2019.

Tilboðseyðublöð eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is og liggja einnig frammi í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Gögnin verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa þriðjudaginn 30. apríl 2019.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00  þriðjudaginn 14. maí þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja  áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboðsblað

Auglýsing

Teikningar A101

Teikninga A102

Uppfært 10. maí 2019